Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 37
FYRSTA ÁSTIN
35
Þegar ég mætti Vanja, var ég
vön að reka ispp unclrunaróp,
sem ég hafði æft vel áður. Við
gengum hlið við hlið nokkra
stund. Svo skildum við. En við
skiptumst á löngum, löngum
bréfum, fullum af eftirvæntingu
og erfiðum námsverkefnum. Við
gagnrýndum „kúgun“ foreldra
okkar. Við ræddum um bækur
og drauma, um framtíðina eða
afrek. . . .
Það var ekkert daður. Aðeins
vinátta.
Þetta var yndislegur tími.
Ég las af kappi og kennslu-
konan sagði, að „heilinn í mér
starfaði vel.“ Ég hafði yndi af
að fara í samkvæmi, dans og
leiki, aðeins af því að vinur
minn var þar líka.
Mamma varð forviða.
— Þú hefir aldrei verið hrifin
af samkvæmum, og einmitt nú,
þegar þú verður að lesa vel og
fara snemma á fætur, verður þii
æst í að dansa.
En ég gat ekki beðið. Ég varð
að fara þangað, sem Vanja var.
Ég kærði mig ekki um dansinn.
Það voru samtöl okkar, sem ég
sóttist eftir.
En ég gat ekki sagt mömmu
frá því.
Alit gekk vel. Aldrei áður
hafði ég verið svona hamingju-
söm.
Og svo skeði það.
Ég hafði ekki hitt Vanja i
nokkra daga. Þegar ég kom
heim til hans, tók hann ekki á
móti mér. Hann kom seinna og
var þungbúinn á svipinn. Hann
heilsaði mér varla og gekk rak-
leitt inn í herbergi drengjanna,
en þangað máttum við stúlkurn-
ar ekki koma.
Ég varð gagntekin af kvíða.
Hvernig stóð á þessu? Hvað
hafði komið fyrir? Hafði ég'
gert eitthvað, sem hafði sært
hann ? Var hann reiður ?
Ég var hjá Sonju allt kvöldið.
Hann kom ekki til okkar. —
Settu þetta ekki fyrir þig. Hann
er bara í slæmu skapi. En hvers
vegna? Hvað var á seyði? Ég
kvaldist.
í fyrsta sinni á ævinni
þjáðist ég af „hjartasorg.“ Þeg-
ar ég fór, kom hann út í anddyr-
ið til þess að kveðja mig. Ég
hvíslaði:
— Klukkan tvö á morgun eins
og venjulega.
— Ég get það ekki, sagði
hann stuttaralega.
Var vináttu okkar Iokið ? Var
Vanja hættur að elska mig? Nú
vissi ég, að ég elskaði hann. Og