Úrval - 01.04.1946, Page 43
DÝRLINGURINN OG NÁTTORUBARNIÐ
41
hans voru svo mikil, að hann
gat risið undir eyðslusömmn
sjmi.
Þegar aðrir æskumenn frá
frá Assisi fóru, árið 1203, til
þátttöku í einni af styrjöldum
þeim, er þá voru oft háðar
œilli borga, var hinn ungi
Bemardone með. I byrjun her-
ferðarinnar var hann tekinn til
fanga. Að ári liðnu var hann
látinn laus, en veiktist og var
að dauða kominn, batnaði, gekic
á ný í herþjónustu og lagðist
enn sjúkur. Þetta tímabil vakti
hjá honmn ógeð á fyrri líferni.
Einhver ný áhrif höfðu byrjað
að seytla inn í blóð hans. Kvöld
eitt, er hann fór með ærslum
um göturnar nam hann staðar
sem þrumulostinn og hlustaði
eftir einhverju, er hann vissi
ekki hvað var. Félagar hans
héldu látunum áfram. En fyrir
utan borgina, á lítiili hæð, lagð-
ist hann á bæn.
Það líður að straumhvörfum
í ævi hans. Morgunn einn, er
hami reið út, nálgaðist hann
holdsveikur maður og baðzt
ölmusu. Ef nokkuð var, sem
þessi mikiliáti unglingur gat
ekki þolað, voru það hinir holds-
veiku. Um leið og hann snéri
sér undan og tók til pyngju
sinnar, dagaði með skínandi
ijósi í hjarta hans. Það var ekki
ölmusa, sem þessi aumingi
þarfnaðist. Miklu hræðilegri en
sjúkdómurinn hlaut að vera
einstæðingsskapur þessa ást-
vana meðbróður. Franz stökk
af baki og hljóp til hins líkþráa
og kyssti hann. Eftir þetta
knúði hann sjálfan sig til að
fara stöðugt til holdsveikra-
spítalans. Brátt tók hann að
gefa þangað allt eyðslufé sitt.
Dag nokkurn, árið 1206, þeg-
ar Franz var 25 ára, var hann
sendur til borgarinnar Foligno
til að selja þar vörur á markaði.
Hann prúttaði og samdi eins og
honmn hafði verið kennt að
gera, unz hann hafði þvingað
út fáanlegan gróða. Og er hann
fékk boð í hest sinn, seldi hann
hann líka eins og slægasti mang-
ari. Hann lagði af stað fótgang-
andi heim, án þess að vita, að nú
liefði hann að fullu lokið við
kaupmennskubrall sitt.
Um leið og hann gekk yfir
vínekrurnar, greip hann áköf
andúð á hverskonar fjáröflun.
Af eignarhaldi, sagði hann með
sjálfum sár, stafa allar hinar
viðbjóðslegu deilur og hið and-
lausa gróm, er saurgar heim-
inn. Og er hann velti þessu fyr-
6