Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 45
DÝRLINGURINN OG NÁTTIJRUBARNIÐ
43
ano. Væru honum gefnir skild-
ingar, keypti hann fyrir þá steina
og bar þá á baki sínu til kirkju-
nístarinnar. En þá fóru að
koma sjálfboðaliðar til aðstoð-
ar. Fólk bað hann um að flytja
sér orð Guðs. Og þegar hann
prédikaði, stóð hann ekki í
prédikunarstóli, heldur berfætt-
ur meðal meðbræðra sinna, jafn-
vel fátækari en þeir — hann
„fátæki Cecco.“ f staðinn fyrir
heilabrot gaf hann þeim Guð. í
staðinn fj7rir helvíti lofaði hann
þeim kærleika Guðs. Hann
Iiafði ekki áhuga á veikleika
mannanna, heldur á styrkleika
þeirra. Hann hafði ekki áhuga
á því Ijóta í lífinu, heldur á feg-
irrð þess. — Fegurð lífsins. —
Frá auðugu hjarta hans hlaut
að koma lofsöngur til drottins.
Fyrsti Iærisveinn hans var
rnaður auðugur, sem seldi allt
sitt og gaf fátækum, erfingjum
sínum til sárrar gremju. Sá
næsti var ágætur doktor í lög-
um og vildi sá meta meir Guðs
vílja en manna. Þessir þremenn-
ingar stofnuðu samfélag „Fá-
tæku bræðranna frá Assisi.“
Þeir lifðu ekki eftir neinni við-
ur-kenndri munkareglu. Þeirra
regla var sú eina, sem Kristur
gaf lærisveinunum: „Farið, sjá
ég sendi yður eins og lömb.
Flytjið fagnaðai’boðskapinn.
Læknið hina sjúku. Hreinsið þá
líkþráu. Ókeypis hafið þér
þegið, ókeypis skuluð þér og
gefa. Ekki skuluð þér búa yður
af stað með gnægtir gulls eða
silfurs né skreppu fyrir nesti.
Hvorki skó né yfirhafnir og
heldur ekki staf.“
Brátt urðu þeir tólf. Franz
leyfði þeim ekki að þiggja
þægilegt hús, sem þeim hafði
verið boðið. Hinir fátæku bræð-
ur höfðust við í kofahreysum
nálægt holdsveikraspítalanum.
Daglegt fæði þeirra fór eftir
því hvað þeir gátu unnið sér inn
sem claglaunamenn á búgörðun-
um, í víngörðunum, borgun-
um eða sem þjónar. Ef þeir
höfðu ekkert að gera, urðu þeir
að betla sér mat. Af lærisvein-
um sínum var Franz kall-
aður faðir, en hann krafðist
af þeim að þeir kölluðu hvem
annan frater — bróður eða
förumunk. Síðan hafa Franzisk-
anar því ávallt verið kallaðir
förumunkar til aðgreiningar
frá klausturmunkunum.
í smáhópum, saman tveir til
fjórir, lögðu förumunkarnir út
í heiminn til að prédika. Þeir
starblíndu ekki á bænakverið,