Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 47
DÝRLINGURINN OG NÁTTÚRUBARNIÐ
45
bjargaði harm dúfum og lömb-
tim, kanímim og fasönum. Sögn-
in segir líka, að dýrin hafi sýnt
þakklæti sitt með því að verða
vinir hans.
Sú saga gengur, að þegar
hann kom til Gubbio, borgar
nokkurrar, hafi gráðugur úlfur
ógnað íbúunum. Hann leitaði
úlfinn uppi og ávarpaði liami
þannig! „Bróðir úlfur, þú hefir
drepio menn, sem eru skapaðir
í Guðs mynd. Fyrir þetta áttu
skilið að hengjast sem glæpa-
maður. En ég vii feginn semja
frið við þig. Ef þú vilt Ieggja
niður þessa Ijótu matargræðgi,
lofa ég þér að fólkið í Gubbio
skuli aldrei framar eita þig með
hundum, heldur gefa þér að
eta. Og nú verður þú að lofa
mér þessu.“ Upp frá því varð
úlfurinn vinur hvers einasta
mannsbarns í Gubbio og geroi
aldrei mein.
Heimurinn þrammaði þyngri
skrefum en léttfættir fylgjend-
ur dýrlingsins. Franz tekur nú
þátt í fimmtu krossferðinni til
að boða Serkjum fagnaðarboð-
skapinn. Sú krossferð var stór-
kostleg í upphafi. Hertoginn í
Austurríki, konungur Ungverja,
konungur Frakka — heilagur
ibv
Lúðvík —, musterisriddararnir,
riddarar Italíu, kaupmenn Fen-
eyja með skip sín, allir voru þeir
með, ásamt sendiherra páfans
sem aðalforingja. En nú spratt
upp öfund. Hermennirnir vildu
ekki taka skipunum frá presti,
og aðaltilgangur hins páfalega
sendiherra reyndist vera sá
að fá stórkostlegar skaðabætur
hjá soldáninum. Franz fylltist
viðbjóði á hinu ormétna siðferði
krossferðarinnar. Feneyjamenn
voru þar af eintómri fégræðgi,
musterisriddararnir til að rjóða
sverðin bióði og hinar óbreyttu
hermenn til a.ð ná í herfang.
Krossföninum til mikillar
gremju, mælti Fi’anz ákaft
með því að friðartilboði sol-
dánsins yrði tekið, er hann
bauðst til að láta af hendi, til
kristinna manna, Landið helga.
En hinn óþolinmóði sendiherra
fyrirskipaði árás, 29. ágúst
1219, og hinir kristnu voru
reknir á flótta.
Övopnaður og berfættur leiddi
Franz hinn litla flokk sinn yfir
hina bi'ennheitu sanda. Einn af
óvinunutn, drukkinn af sigur-
gleði, réðistáhannmeðbareflum
og grjóti. Loks var hann leiddur
fram fyrir soldán Egyptalands
og Sýrlands, Maiik al-Kamil,
W: