Úrval - 01.04.1946, Síða 50
48
TJRVAI-i
ingarinnar,“ æptu hinir lotning-
arfullu bræður.
Um þjáningar sínar talaði
Franz aldrei, hins vegar samdi
hann sálm á meðan hann lá
sjúkur. Hann ltallaði hann „lof-
söng sinn til sköpunarverksins“
og hann söng hann, aftur og
aftur, alsæll. Bræðurnir urðu að
læra hann líka, standa við rúm
hans og syngja hann:
Þú, æðsta almætti, góði drottirm
guð, þér tilheyrir lofgjörðin, dýrðin,
vegsemdin og blessun öll.
Lofaður sé drottinn minn og guð
og allar hans skepnur; og sérstak-
lega sólin, sem er systir okkar og
sem færir okkur daginn, og sem flyt-
ur okkur ljósið; björt er hún og skin-
andi í takmarkalausri dýrð.
Lofaður sé drottinn fyrir vindinn,
sem er bróðir okkar, fyrir loftið og
skýin, fyrir logn og öll vcrður, sem þú
heldur lífinu í skepnum þínum með.
Lofaður sé drottinn minn fyrir
vatnið, sem er systir okkar og sem
er okkur svo þjónustufúst, hógvært,
dýrmætt og hreint.
Lofaður sé drottinn minn fyrir eid-
inn, sem er bróðir okkar, með honum
gefur þú okkur ljós i myrkrinu. Hann
er bjartur og skemmtilegur, voldug-
ur og sterkur.
Lofaður sé drottinn minn fyrir
móður jörð, sem viðheldur okkur og
nærir, framleiðir alls konar ávexti,
litrík blóm og gras.
Lofaður og blessaður sértu, drott-
inn. Færið honum þakkir og þjónið
honum í auðmýkt og lítillæti."
Þarna er að finna leyndar-
dóminn um Franz frá Assisi —
kjarna sálar hans og blæinn í
boðskap hans. Það er þakklæti
— þakklæti fyrir gjafir lífsins
og yndislega reynslu þess.
Þakklæti sprettur upp í hverju
hjarta á hamingjustundum. Það
vall frá hjarta dýrlingsins jafn-
vel á kvalastundum.
Þann þriðja október 1226, í
einu af gömju hreysunum hjá
holdsveikra-spítalanum, létti
dauðinn þjáningar hans.
Fengíð að erfðum.
Einn af menntaskólanemendum mínum, sem annars var
góður námsmaður, var leiðinlega málgefinn. Hér fannst rétt að
benda foreldrum drengsins á þennan ágalla hans og skrifaði því
á einkunnarspjaldið hans: „Allan er góður námsmaður, en hann
talar of mikið."
Nokkrum dögum seinna kom spjaldið aftur. Fyrir neðan
athugasemd mína hafði faðir drengsins skrifað: „Þér ættuð að
hitta móður hans.“
Harold M. M. Maurer í „Reader’s Digest."