Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 54
52
T?RVAL
Samt sem áður hugðumst við
Annamar að nota Japani sem
tæki til þess að ná frelsi frá
Frökkum, á sama hátt og Bret-
ar notuðu seinna hina sömu
Japani, sem þeir höfðu sigrað,
til þess „að koma á reglu.“ Við
gátum að minnsta kosti afsakað
okkur með því, að við áttum á
engu völ. Franska stjómin lof-
aði okkur nokkurri sjálfstjórn
og frjálslyndara stjómarfari,
en ekki fyrr en hún þurfti að
múta okkur gegn japanska
hernámsliðinu.
í þetta sinn munum við ekki
gleypa agnið. Allir byltingafor-
ingjar okkar hafa beðið Frakka
um meiri skilning, meira frelsi,
meiri samvinnu. Frakkar köll-
uðu þá uppreisnarmenn, og
héldu uppteknum hætti. Frakk-
ar vildu ekki samvinnu, heldur
yfirráð. I öllum bæja- og hér-
aðastjórnum í nýlendimni eru
ekki einungis allir áhrifamestu
meðlimirnir skipa'öir af land-
stjóranum, heldur voru og, allt
fram til ársins 1943, innfæddir
menn í þessum stjórnum hálfu
færri en hinir frönsku. Og
Frakkar eru um 30 þúsund á
móti 25 miljónum Indokínabúa.
Það var ómögulegt fyrir f jar-
læga nýlenduþjóð að láta hróp
sín ná eyrmn Frakklands, hins
sama Frakklands, sem við höfð-
um lært að elska og dá. Það er
eitthvað átakanlegt við það
djúp, sem er á milli þess Frakk-
lands, sem gaf heiminum hug-
sjónir heimspekinga átjándu
aldarinnar og þess, sem hefir
skapað okkur eilífa eymd með
þrælasölu og stjórnmálastefnu
sinni.
I Indokína í dag sér æskan
ekki annað og heyrir ekki ann-
að en vegsömun og dýrkim
fransks valds og máttar; veg-
irnir, hafnirnar, skipin, verk-
smiðjurnar. En við vitum, að
við gætum byggt eins, ef ekki
betri vegi, hafnir, skipaskurði
og skóla, ef við værum ekki
„verndaðir.“ Við þörfnumst ekki
lengur svona verndara. Við
þörfnumst verkfræðinga, skóla,
kennara, við þörfnumst fjár-
magns, til þess að láta hið auð-
uga land okkar hljóta þau örlög,
sem það á skilið.
Þegar eg hugsa urn land mitt,
sé ég þrautseigan bóndann á ós-
hólunum okkar, vaðandi upp í
hné í leðju rísakranna, og samt
færan um að lyfta höfðinu og
líta á heiminn í kringum sig,
víðirinn, þakinn mjúku, skær-
grænu laufi, hvít blóm peru-