Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 69
ÁHRIF TÍZKUNNAR Á HEGÐUN OG SKAPGEEÐ
67
verða gjafvaxta. Þegar ungar
stúlkur eru aðeins stöku sinnum
í síðurn kjólum, kunna þær eliki
við sig í þeim, og sýna með
klaufsku sinni, að þær eiga eftir
að læra mikið í þvi, að koma
tígulega fram. En jafnvel lítill
iærdómur er betri en enginn.
Bent var á frekari áhrif hins
gamla búnings af kunnum sál-
fræðingi ário 1931, þegar tízk-
an hafði breytt um stefnu,
þannig að síðir kjólar voru not-
aðir á kvöldum og dagkjólar
síkkaðir. Hann skýrði frá þeirri
athugun sinni, „að síðu kjólarn-
ir hefðu gert konumar geð-
betri.“ Hann lýsti þessu þannig:
„Sídd kjólsins hefir sterk sál-
ræn áhrif. Þegar pilsin voru
stutt, urðu konur ósjálfrátt
iljótari að hugsa. Þær urðu líka
óþolinmóðar og þar af leiðandi
uppstökkar. Kona, sem er í síð-
um kjól, veit, að til þess að bera
hann vel, verður hún að temja
sér tígulegt göngulag. Þessi
verknaður hefir áhrif á hugs-
analífið. Rólegar hreyfingar
skapa rólegan huga, og þessi
andlega ró þýðir betra skap.“
Sérstök þýðing hinna síðu og
víðu pilsa liggur í því, að þetta
snið á vel við breiðar mjaðmir,
sem að sjálfsögðu eru líffræði-
lega hæfastar fyrir bamsburð.
Tízka hinna mjóu mjaðrna, sem
kom fram upp úr fyrra stríði,
var ekki aðeins stæling á vaxt-
arlagi karlmannsins heldur og
táknræn uppreisn gegn móður-
skyldunni. Og tákn tízkunnar
varð að veruleika. Fæðingum
fækkaði mjög ört, og fækkaði
mest í þeim löndum, þar sem
rnenningin var í znestum blóma.
Afleiðingin varð vaxandi vald
menningarsnauðari ríkja, og
forboði nýrra villimennskuá-
rása. Af þessu má draga þá á-
lyktun, að menningarþjóðir
verði æ fámennari meðan tízka
þeirra heldur áfram að krefjast
mjórra mjaðma og þröngra
pilsa.
Tilbrigði við þessa ályktun
icemur fram í bók James Lav-
ers: Smekkur og tízka. Hann
drepur þar á þann möguleika —
,,að eins lengi og tízkan fyrir-
skipi mjóar mjaðmir, muni
ekki verða um aðskorin mitti að
ræða... því að grönn mitti virð-
ast auka breidd mjaðmanna, og
það sé einmitt það, sem tízka
nútímans viiji forðast. Einnig
virðist margt benda til þess, að
meðan þessi tízka ríki, verðí
ekki mikið um barnmargar f jöi-
skyldur."