Úrval - 01.04.1946, Side 78

Úrval - 01.04.1946, Side 78
76 tÍRVAL hlutfalli við seðlaveltuna í þess- um Iöndum. Þetta þýddi að sá, sem átti t. d. 5 punda seðil, gat alltaf farið inn i Englandsbanka og fengið gull út á hann. Sérhvert land með gullmyntfæti verður þann- ig að vera við því búið að borga skuldir sínar í gulli. Land, sem ekki hefir gullmyntfót, gefur enga slíka tryggingu. Traust er því hinn raunverulegi grund- völlur gullmyntfótarins. Ef trúináþað að eitthvert land geti borgað skuldir sínar í gulli bregzt, neyðist landið til þess að hætta við gullinnlausn. Við skulum taka einfalt dæmi. Ef Bretland kaupir vör- ur i Bandaríkjunum fyi'ir 1 000 000 punda og selur þangað vörur fyrir 900 000 pund, kæm- ist það í 100 000 punda skuld við Bandaríkin. Greiðslujöfnuður þess yrði með öðrum orðum óhagstæður um 100 000 pund, og þá upphæð yrði það að greiða með gulli. Þegar fyrri heimstyrjöld skall á, vissu Bretar, að þeir yrðu að kaupa mikið frá útlöndum, en myndu flytja út lítið í staðinn. Verzlunarjöfnuður landsins yrði því mjög óhagstæður. Ef reynt yrði að borga mismuninn í gulli, myndi það fljótt ganga til þurrðar. Otflutningur á gulli var því bannaður. Bretland hvarf með öðrum orðum frá gullmyntfæti og lifði á láns- trausti sínu. Þegar Bretland hvarf frá gullinnlausn, komst gengi pundsins á reik og varð alger- lega háð álit annara landa á fjárhagsástæðum ríkisins. Árið 1914 fengust nálega 5 dollarar fyrir pundið. En árið 1921 var lánstraust Breta ekki eins mik- ið og fengust þá minna en fjórir dollarar fyrir pundið. Bretland tók aftur upp gull- myntfót árið 1925. En það gleymdist, að pundið var ekki lengur í jafnháu verði og fyrir stríð, og var gengi þess skráð hið sama og það var 1914, 4,86 dollarar. Afleiðingin varð sú, að Ameríkumenn urðu að borga 4,86 dollara fyrir punds virði af brezkum vörum, í staðiim fyrir tæpa fjóra dollara. Þeir drógu því úr kaupum sínum. Til þess að auka vörusöluna urðu Bret- ar að lækka verðið — en það leiddi til launalækkunar, og í kjölfarið fór svo atvinnuleysi. Árið 1929 skall kreppan á í Ameríku. Tveim árum síðar voru amerískir kaupsýslumenn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.