Úrval - 01.04.1946, Síða 82
so
tJRVAL
vort, að næstu tvö þrjú árin
muni hún verða í mjög miklum
útþenslu hugleiðingum, og fæða
af sér útflutningsvaming í stór-
um stíl. Nokkur hætta er þó á
útbrotum, einkum í andliti, sem
stafa af árekstri milli rauðu og
hvítu blóðkornanna í blóðinu.
Henni mun þó takast nokkurn
veginn að hylja þessi útbrot
með púðri og andlitsfarða.
Að því mun þó koma, senni-
lega á árinu 1949, að frú Doll-
arína verði gripin alvarlegum
slappleika. í þessu ástandi er
líklegt að sjúklingurinn verði
þeirrar skoðunar, að eina lækn-
isráðið sé að framleiða meira til
útflutnings, og að hún muni
neita að lá.ta fæða sig á innflutt-
um vörum. Það er álit vort, að
meðan á þessu stendur, muni frú
Dollarína vera mjög vanstillt
og einangrunarsinnuð . . .“
„Og hvað ætlið þér að taka
til bragðs?“
„Það er aðeins ein von,“ svar-
aði Sterling. „Ef maður býr með
konu, hefir maður (eða vonar
að maður hafi) betri tækifæri
til að hafa áhrif á hana. Þegar
búið er að koma þessu í kring
— en til þess vantar enn þá
samþykki Congress gamla —
vona ég að geta haft góð áhrif
á hana. Ef til vill gæti ég fengið
hana til að venja sig við þá til-
hugsun að taka við innflutn-
ingi! í hjarta sínu er frú Doll-
arína nefnilega, eins og ég,
þeirrar skoðunar, að ef allt fari
í vitleysu í heiminum, beri okk-
ur, sem eigum sömu forfeður,
að standa saman.“
Umferðaxmenning.
Ung kona ók í bifreið sinni eftir aðalgötu borgarinnar. Við
gatnamót varð hún að stöðva bifreiðina vegna mikillar umferðar.
Þegar hún ætlaði af stað aftur, drapst á vélinni, og hvemig
sem hún reyndi gat hún ekki komið henni í gang aftur. Fyrir
aftan hana var önnur bifreið, og þeytti bifreiðarstjórinn horn sitt
ákaft og óþolinmóðlega. Að lokum fór konan út úr bifreiðinni og
gekk til bifreiðastjórans.
„Mér þyldr þetta leiðinlegt," sagði hún kankvíslega, „en mér er
ómögulegt að koma bifreiðinni í gang. Ef þér vilduð gera mér
þann greiða að hjálpa mér að koma henni af stað, þá skal ég
flauta fyrir yður eftir beztu getu á meðan.“
— Harriet L. Clark í „Reader’s Digest.“