Úrval - 01.04.1946, Side 83
Sagan af frækornunura, sem ég gaí Kínverjanum,
nágranna mínum — og ú.vöxtnnum, sem
app af þeim spruítu.
„Vöruskipti" á Tahiti.
Grein úr „The Atlantic Monthly,"
eftir James Nortman Hall.
¥^YR1R nokkrum árum, þegar
ég bjó í Papeete, höfuðborg
Tahiti, komst ég í svo miklar
kröggur, að ég dró mig 35 míl-
ur út fyrir borgina. Þar tók ég
á leigu hús, sem fylgdu tvær
ekrur lands. í húsinu var aðeins
eitt herbergi og leigan fyrir það
allt 3 dollarar, sem mér var eklti
um megn að greiða. Landið var
svo frjósamt, að ég ákvað að
gera þar matjurtagarð.
Reynslan í þeim efnum gaf
engar tyllivonir. Miljónir smárra
rauðra maura báru megnið af
útsæðinu burt, og landkrabbar
átu það litla, sem upp kom. Öll
uppskeran eftir þriggja mánaða
erfiði var tvö öx af maís, sem
rottur höfðu étið kjarnana úr, 3
litlir tómatar og einn græningi.
Með því að reikna vinnu mína
20 cent um tímann og leggja
þar við kostnaðinn af verkfær-
rnn og fræum, er ég hafði feng-
ið frá Ameríku, sá ég að upp-
skeran kostaði mig 15,50 doll-
ara. Samt sem áður ákvað ég
að reyna eirm sinni enn og fékk
því dálítið af nýju fræi frá
Bandaríkjunum.
En þegar ég hafði undirbúið
landið til sáningar og hreinsað
burtu illgresið, og sá hersveitir
eftirvæntingarfullra maura og
landkrabba, missti ég kjarkinn.
,,Ég ætti heldur að fara aftur að
skrifa,“ hugsaði ég. Um kvöldið,
þegar ég var að hreinsa ryðguðu
ritvélina mína, ók framhjá Kín-
verji úr nágrenninu, að nafni
Hop Sing, í vagnskrjóðinum sín-
um.
Ég vissi, að hann átti garð,
þar sem hann ræktaði kartöflur,
vatnsmelónur og venjulegan
maís. Ég kallaði því á hann og
gaf honuin fræið mitt og skýrði
fyrir honum hvað væri í hverj-
um pakka: — grænkál, baunir
græningjar, tómatar og maís —.
Það sauð niðri í honum ánægj-