Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 87
„VÖRUSKIPTI" A TAHITI
85
þetta smáræði, sem ég hafði
gefið honum.
Þriðja skipið eftir að ég
hafði sett handritið mitt í póst,
komfyrr en mig varði. Einu sinni
enn fór ég gangandi til borgar-
innar og beið á bekknum eftir
að pósturinn væri lesinn simd-
ur.
Loksins, með því að beita
öllu viljaþreki mínu, fór ég að
afgreiðsluborðinu. Fyrst sagði
stúlkan, að það væri ekkert til
mín. En þegar ég var að fara
spurði hún mig aftur að nafni.
„Jú,“ sagði hún, „hér er eitt.
Þér skuldið fyrir það fimmtíu
centímur."
Þegar ég hafði borgað það,
átti ég einn tuttugu og fimm
centímupening, minnsta pen-
inginn í nýlendum Frakka. En
bréfið innihélt viðurkenningu
fyrir handritið mitt og fimm
hundruð dollara ávísun.
Fyrir mig var þetta stórfé.
Þetta myndi nægja mér til lífs-
viðurværis hér á Tahiti í nokk-
ur ár. En svo var það hitt. Þetta
gerði mér fært að yfirgefa Ta-
hiti. Ég vissi, að ef ég færi ekki
nú, gæti svo farið að ég hefði
aldrei framar nóg í fargjaldið.
Ég gekk mn göturnar kvalinn
af úiTæðaleysi. Loksins, þegar
borgarklukkan sló tvö, hafði
ég tekið ákvörðun —. Ég ætlaði
að fara.
Daginn, sem ég fór, komu Hop
Sing og Lee Fat til að fylgja
mér. Skilnaðargjöf Hop Sings
var karfa með stórum tórnötum
og ein tyift af sætum maísöx-
um, — fyrsta uppskeran af fræ-
inu, sem ég haíði gefið honum.
Kínverjarnir brostu til mín í
kveðjuskyni, þegar skipið fór
frá bryggjunni.
Ég bað káetuþjóninn að
matbúa maísinn og bera hann
á borð til miðdegisverðar. Eini
borðfélagi minn var horaður
maður með sítt hvítt yfirskegg
og benti útlit hans á að hann
væri gallsjúkur. Hann settist
niður án þess svo mikið sem að
kinka kolli. Af sútarsvipnum,
sem á honum var meðan hann
las matseðilinn, gat ég þess til,
að erfitt mundi að gera honum
til hæfis í mat. Þegar sjóðandi
maísinn var kominn inn, horfði
hann á hann fullur undrunar,
ýtti hinum matnum frá sér og
tók óspart til matar síns. Þeg-
ar hann hafði lokið við þrjú öx
og var að ná í það f jórða, sagði
hann. „Þjónn, hvaðan er þessi
maís. Hann er ekki á matseðl-
inum?“