Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 88
S6
ÚRVAL
„Það er gjöf frá manninum,
sem situr andspænis yður.“
Hann leit snöggt á mig eins
og hann yrði þá fyrst var við
nærveru mína. „Þér verðið að
skoða þetta sem þakklæti,
herra,“ sagði hann fruntalega.
Þegar ég stóð upp frá borðum
var hann enn að éta maís.
Hálfri stundu síðar, er ég frá
dekkinu var að horfa á fjöllin á
Tahiti hverfa við sjóndeildar-
hringinn, sá ég mötunaut mixm
nálgast.
„Ungi maður, þetta var meira
lostætið," sagði hann. „Ég át
sex öx! Ég skal segja yður, ég
þjáist af meltingarleysi og
sætur maís er eitt af því fáa,
sem ég get étið án þess að verða
veikur af. En segið þér mér nú
um eyjuna yðar. Ég fór ekki í
land. Það er gagnslaust að
skoða slíka staði í einungis sex
stundir."
Ég sagði honum frá fegurð
eyjarinnar og lífi íbúanna, og
hætti að lokum snögglega, þar
sem ég hélt að honum leiddist.
„AIls ekki,“ mótmælti hann.
„Þér hafið auðsjáanlega notið
lífsins þarna og notað augu og
eyru. Reynið þér nokkurn tíma
að skrifa?“
Ég sagði honum að það væri
starf mitt. Og þegar hann bað
um að fá sjá eitthvað af því sem
ég hafði gert, færði ég honum
sex stutt handrit. Hann settist
niður í þilfarsstólinn sinn. Ég
yfirgaf hann í klukkutíma eða
svo, þegar ég kom aftur, sagði
hann. „Þessar fjórar eru ekki
svo afleitar. Hvað viljið þér fá
fyrir þær? Ég gleymdi að segja
yður að ég er stjómandi blaða-
félags í Ameríku.“
„Ég ætlaði að fara að spyrja
hvort eitt hundrað dollarar fyr-
ir f jórar væri of mikið, er hann
tók fram í fyrir mér. „Ég gef
yður 150 dollara fyrir hverja.
Er það sæmilegt?“ Ég sagði að
það væri mjög sæmilegt.
Um kvöidið þegar ég fór að
íhuga, hvernig lánið hafði leik-
ið við mig allt frá því að ég
færði Hop Sing þetta lítilræði
efaðist ég um, að brauð, sem
þannig hefir verið kastað á glæ,
hafi nokkurntíma gefið önnur
eins laun.
Og allt þetta stafaði frá eins
dollars virði af fræi.