Úrval - 01.04.1946, Page 95

Úrval - 01.04.1946, Page 95
BÖRN GUÐS 93 mónarnir væru reknir strax á brott. Ástandið varð fyrst alvarlegt, þegar nefnd í Quincy bar fram kröfu frá 60.000 utantrúarmönnum um það, að trúbræðurnir færu imdir eins úr ríkinu. Þegar Brigham bað um frest til undirbúnings, var honum sagt, að búið væri að strengja þess heit að taka hann fastan. Þar sem Brigham vissi, að engrar hjálpar var að vænta frá lögunum og að skríllinn mundi ekki biða þess, að hann kæmi fólki sínu undan, þá skipaði hann svo fyrir, að 1000 fjöl- skyldur færu yfir Mississippifljót án tafar. Það var um hávetur og stór- fljótið á ísi. Fólksfjöldinn lagði síðan á fljótið með fénað sinn og búslóð. Eftir margar byitur og föll og mikla hrakninga náðu þau loks bakkanum handan við hinn mílubreiða spegilis. Þegar Brigham var kominn yfir, leit hann til Nauvooborgar og mælti við fólkið: „Við skiljum þessa borg eftir til vitnisburðar um starf okkar og sakleysi. Við skulum biöja." Yfir 5000 manna krupu á kné á Ssnum með lútandi höfði. Förunautar Brighams voru aðeins forgöngumenn hins mikla fjölda, sem á eftir kom, en þó var furðuleg sjón að sjá lestina, sem mjakaðist eftir freðinni jörðinni. Vagnarnir voru af öllum hugsanlegum gerðum. Þeir, sem höfðu efni á, fengu sér sléttu- vagna, dregna af tveimur eða fjórum uxum. Aftan í hvern sléttuvagn var svo hengd kerra eða tvíhjólaðar bör- ur. Þannig skreið hin tveggja mílna langa lest hægt og hægt. í vesturátt. Brigham tók brátt að bera kvið- boga fyi-ir því, hve vistirnar gengu fljótt til þurrðar. Hann sá, að ráða yrði að leita, ef þeir, sem á eftir kæmu, ættu ekki að svelta í hel. Hann hafði lengi búið yfir ráðagerð. Heima í Nauvoo hafði hann ákveðið, að fylgdarlið sitt skyldi nema staðar með vorinu og sá korni, sem næsta lest gæti uppskorið. Til þessarar fyr- irætlunar tók hann með sér útsæði og áhöld. Það reyndist mjög hyggi- Iegt að breyta þannig þessum könn- unarflokki í jarðyrkjumenn, sem sáðu og stundum jafnvel uppskáru fyr- ir þann aragrúa af fólki, sem í kjöl- far þeirra kom. En hann hafði ekki séð fyrir miskunnarlausan kuldann, hina djúpu forareðju og svellbólgnar árnar. Og þrátt fyrir hvatningarorð hans og þrumandi skipanir, og þrátt fyrir sameiginlegt erfiði manna og dýra, þá fór lestin aðeins fáar mílur á dag. 1 marz, þegar félagar hans höfðu tjaldað við ófæra á, kaldir og illa til reika, kom til þeirra stór flokkur frá Nauvoo. Þeir báru þær fregnir, að trúbræðurnir væru slegnir mildum ótta og yfirgæfu Nauvoo í þúsunda tali til þessa að ná fundi Brighams. Þegar Brigham frétti, að 15,000 manns væru á leiðinni, varð hann alveg orðlaus. 1 fyrstu varð hann reiður — þeir höfðu óhlýðnast skip- un hans um að vera kyrrir og búa sig út að vistum til fararinnar, en eftir nokkra stund vöknaði honum um augu. Hann gerði sér nú fyrst ljóst, hví- líkt geysiþrekvirki fyrir honum lá. Það var góður prófsteinn á mann- inn, að hann lét ekki hugfallast. Þvert á móti gerðist hann nú tvíefld- ur, þar sem hann vissi, að mikið lá við, að mannfjöldinn næði honum ekki í þessum tjaldbúöum. Honum tókst að brúa Chariton-fljót og ná vestur að Locust-fljóti. Þrjátíu míl- um þar fyrir vestan sagði Porter Rockwell, að væri frjósamt land og ágætt tjaldstæði. Eftir viku hrakninga í leir og ó- færum náði lestin að lokum þessum stað. Ferðalagið hafði staðið í tvo mánuði og enn þá voru þau ekki kom- in lengra en tæpar 150 mílur frá Nauvoo; að meðaltali hálfa þriðju mílu á dag. Hinn nýi tjaldstaður var svo fagur, að trúbræðurnir kölluðu hann Fagra- lund. Grösugar hæðir teygðu sig í allar áttir eins langt og augað cygði. Hér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.