Úrval - 01.04.1946, Síða 128
126
TJRVAL
Utah ríkisréttindi, en þau höfðu
ekki verið veitt meðan á bar-
áttunni stóð. Friði var komið á
að fullu, þó kalinn væri lengi að
réna. Á meðan dafnaði kirkjan.
Saltavatnsborg, sem á dögum
Brighams Young var trjálaust,
rykugt þorp, er nú orðin ein af
fegurstu borgum Bandaríkj-
anna. Landnemarnir voru betri
skipulagsfrömuðir en þeir vissu.
Hin óhóflegu breiðu stræti eru
til mikillar blessunar á þessari
bifreiðaöld. Græðlingarnir, sem
þeir gróðusettu eru nú fögur
tré. í ræsum borgarinnar renn-
ur nú kalt f jallavatn. Verzlunar-
hverfin eru hreinleg, smekkleg
og bera vott um auðlegð.
Fjórir tíundu hlutar íbúanna
í borginni eru Mormónar, en í
Mormónakirkjunni sjálfri eru
750.000 meðlimir. Þeir eru
dreifðir víða, til dæmis eru eins
margir kirkjumeðlimir í Los
Angeles og í Utah. Kirkjan á
þúsundir ekra af ræktuðu landi
í Utah, Oregon, Mexikó og
Hawaii. Hún á dagblöð, útvarps-
stöðvar, sykurverksmiðjur,
tryggingarstofnanir, gistihús,
birgðasölu og bankahring.
Fyrir réttrúaða Mormóna er
Heber Grant spámaður, sjáandi
og opinberari guðs. Enginn
getur gengið fram hjá hinni
andlegu Ieiðsögn þessa grá-
skeggjaða 83 ára öldungs.
Stjóm hans á fjármálum kirkj-
unnar er jafn óskomð. Allar
eignir kirkjunnar eru á hans
nafni; hann kaupir, selur spar-
ar og eyðir, tekur í þjónustu
sína og segir upp án þess að
standa nokkrum reikningsskií.
Það er venja, að hann gefi þingi
trúbræðranna skýrslu á hálfs-
árs fresti, en þetta er aðeins
formsatriði. Hann gegnir
embætti ævilangt og eftirrenn-
ari hans er elzti postulinn.
Mormónar greiða ennþá tíuncl-
ir, sem nema að upphæð
4.000.000 dollara á ári. Þeir
rækta enn af kappi og ala naut-
pening á hinum þurru landsvæo-
um í Utah. Þeir vilja ennþá
helzt verzla hver við annan.
Þeir senda enn trúboða um all-
an heim. Trúboðar þeirra eru
ólaunaðir og f jölskyldur þeirra
mega ekki senda þeim meira en
30 dollara á mánuði. En það er
mikill heiður að verða fyrir val-
inu og synir auðugra Mormóna
eru óðfúsir til fararinnar.
Ein mesta breyting á högum
kirkjunnar er þróunin frá
víðtæku og almennu eignarhaldi
hinna óbreyttu trúbræðra i fjár-