Úrval - 01.08.1946, Side 18

Úrval - 01.08.1946, Side 18
16 ÚRVAL skýrðu tilraunamennimir frá kynlegri vellíðan, blandinni kæruleysiskennd. Þegar heita geislanum var beint að þeim, gerðu þeir sér ljóst, að það væri sárt, en var að öðru leyti sama um það. En þetta var yfirborðssárs- auki. Gat demerol í raun og veru jafnast á við hin undraverðu á- hrif morfínsins á djiiplægar og eldsárar kvalir mannlegs lík- ama? Einn morgun rakst dr. Hiebert á einn samstarfsmann sinn, þar sem hann lá saman- hnipraður á gólfinu, örvita af nýmakvölum. Homrni var gefið demerol. Eftir nokkrar mínútur leit maðurinn upp og brosti. Hann hirti ekki lengur um sárs- aukann. öðrum manni, sem var engu minna kvalinn af gallsteinum, var gefið demerol. Það var varla búið að dæla lyfinu í hann, þeg- ar hann varpaði öndinni létti- lega, forviða yfir hvarfi sársauk- ans og sagði: ,,Ég skil ekki, hvað hefir komið fyrir mig.“ I sjúkrahúsi einu í New York lá kona, sem hafði legið við köfnun í fjóra daga, vegna asth- ma. Henni hafði ekki batnað við hin venjulegu lyf, og morfín mátti ekki nota, því að það hefði lamað andardrátt hennar enn meir. En þegar demerol var dælt í hana, varð andardráttur henn- ar eðlilegur. Demerol var nú sent læknis- fræðideildum New York-, Har- vard- og Wayneháskóla til rann- sóknar og samanburðar við morfín sem kvalastillandi lyf, og voru kerfisbundnar tilraunir framkvæmdar í Bellevuespítala. 1 marzmánuði 1941 var það gef- ið öllum sjúklingum, sem mikl- ar þjáningar höfðu, án tillit til sjúkdómsins eða þess, hve kval- imar höfðu staðið lengi. í 85% af 881 tilfelli, hvarf allur sárs- auki gersamlega þrem til fjór- um stundum eftir inngjöfina; í 10% tilfellanna að auki, dró til muna úr þjáningum. Af 164 sjúklingum með kviðarhols- skurði, losnuðu 85% við öll ó- þægindi og óróleika, er þeim hafði verið gefið demerol. Kvalastillandi áhrif demerols, reyndust svipuð og morfíns. Læknarnir við Bellevuespítala hafa notað það síðan. Meðal þeirra tugþúsunda af sjúklingum, sem gefið hefir ver- ið demerol í mörgum sjúkrahús- um, er ekki vitað um eitt ein- asta tilfelli, þar sem sjúklingur hefir vanizt á demerolnautn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.