Úrval - 01.08.1946, Page 36

Úrval - 01.08.1946, Page 36
34 ■crval væri samboðið þessu stórmáli; og kvenkostur þjóðarinnar var gauxngæfilega kannaður af dóm- bærum mönnum, svo að ung- mennið fengi brúði, er væri hon- um samboðin, ef dómurinn félli honum í vil. Auðvitað vissu all- ir, að ungmennið hafði framið athæfið, sem hann var ákærður fyrir. Hann hafði fellt ástarhug til prinsessunnar, og hvorki honum, henni, né nokkrum öðr- um datt í hug að neita því; en kommgurinn þoldi ekki að þessi vitneskja hefði nein áhrif á úr- skurð dómstólsins, sem hann hafði svo mikla skemmtun af. Dagur dómsins rann upp. Fólkið þyrptist að hvaðanæva úr ríkinu og fyllti á svipstundu öll sæti leikhússins; en þeir sem ekki komust inn, þröngvuðu sér að veggjunum allt í kring. Kon- ungurinn og hirð hans voru sezt í stúkuna andspænis hurðunum tveim — þessum örlagaríku hurðum, sem voru svo hræðilega líkar hvor annarri. Allt var reiðubúið. Merkið var gefið. Hurð fyrir neðan kon- ungsstúkuna opnaðist og elsk- hugi prinsessunnar gekk fram á sviðið, hávaxinn, fagurlimaður og Ijóshærður. Áhorfendur heilsuðu honum með lágu aðdá- unarhljóði, sem þó var blandið kvíða. Helmingur þeirra hafði ekki vitað, að svo íturvaxiö glæsimenni hefði lifað mitt á meðal þeirra. Það var ekki aö undra þó að prinsessan elskaði hann! Hörmulegt hvernig kom- ið var fyrir honurn! Um leið og ungmennið gekk fram á sviðið, sneri hann sér ao konungsstúkunni, eins og siður var, til að hneigja sig fyrir kon- unginum: en hann hafði alls ekki hugann við hans konung- legu tign; augu hans hvíldu á prinsessunni, sem sat við hægri hönd föður síns. Ef ekki hefði verið hinn villti þáttur í eðli hennar, er sennilegt að mærin hefði ekki verið viðstödd, en á- kaflyndi hennar og ástríðuhiti leyfðu henni ekki að vera fjar- verandi atburð, sem hún var svo mikið við riðin. Frá þeirri stundu að boð höfðu út gengið, að elskhugi hennar ætti að gera út um örlög sín á leiksviðinu, hafði hún ekki um annað hugs- að nótt og dag en þennan mikla viðburð og allt í sambandi við hann. I krafti áhrifa sinna, valds og viljafestu — en allt þetta hafði hún til að bera í rík- ara mæli en nokkur annar sem. átt hafði aðild í slíku máli —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.