Úrval - 01.08.1946, Side 52

Úrval - 01.08.1946, Side 52
50 ÚRVAL „Rólegt“ fólk er venjulega ekki allt þar sem það er séð. Taugaóstyrkur þess er eins og vatn á bak við stíflu, þó að eng- inn sjái ólgu í hegðun þess, er jafnvíst að taugaorka þess leitar einhvers staðar útrásar í öðru formi, t. d. líkamlegum sjúk- leika, svefnleysi eða gráti í ein- rúmi. Aðrir eru greinilega tauga- óstyrkir. Þeir eigra um, núa hendurnar, keðjureykja eða þjást af tíðum hjartslætti. Þeir sem hafa hemil á tauga- óstyrk sínum eru óneitanlega miklu viðkunnanlegri og þægi- legri í umgengni en hinir sem skortir stillingu og jafnvægi í framkomu. En frá heilbrigðis- legu sjónarmiði höfum við lagt of mikla áherzlu á gildi sýndar- stillingar í framkomu. Raun- verulega getur „rólegt“ fólk verið jafntaugaóstyrkt og „órólegt" fólk. Munurinn er há, að það notar ólíkar að- ferðir til að létta á taugaspennu sinni. Sumar aðferðir til að létta á taugaspennu eru ótvírætt merki um taugaóstyrk, og fólk sem notar þær sætir aðfinnslum og athlægi. Aðrir hafa enga sýni- lega útrás fyrir taugaspennu. Slíkt fólk þjáist oft af tíð- um hjartslætti, hægðatregðu, nýrna- eða magasjúkdómum. Vandinn er að finna beztu aðferðina til að veita þessari orku útrás svo að manni verði léttir að. Fyrir frumkonuna var þetta ekkert vandamál. Taugaspenna hennar orsakaðist yfirleitt ekki af öðru en ótta við líkamlega hættu. Slíkri ógnun svaraði hún alltaf með líkamlegu viðbragði: með því að leggja á flótta eða berjast fyrir lífi sínu, og þanaig fékk hún útrás fyrir taugaorku sína. Nútímakonan getur ekki klórað og barið til þess að fá út- rás fyrir taugaorku sem mynd- ast við áhyggjur og árekstra í daglegu lífi! ÖIl þessi taugaorka, sem einu sinni var svo lífsnauðsynleg, á nú erfitt með að fá útrás. Fyrr eða síðar finnur hún þó leið til útrásar. Skipta má mönnum í f jóra meginflokka eftir því hvernig þeir fá útrás fyrir taugaorku sína. í fyrsta lagi eru þeir sem veita samansafnaðri taugaorku útrás með líkamlegri áreynslu. Konan sem fór niður í kjallara. og þvoði stórþvott þegar hún heyrði að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.