Úrval - 01.09.1960, Qupperneq 77
HVERNIG VERÐA MENN HUNDRAÐ ÁRA?
URVAL,
kássu. „Ég er ekkert sérlega
gefinn fyrir salöt og ávexti,“
sagði hann. „Annars er ég eng-
inn sælkeri.“
Frú Rhetts kinkaði kolli og
bætti við: „Nei, hann er ekki
matvandur. Honum er nóg ef
hann fær einfaldan og óbrotinn
mat.“
Nærri níutíu af hverju hundr-
aði gamla fólksins kaus helst
„venjulega hversdagsfæðu“. En
allir sérfræðingar nútímans í
mataræði myndu þó hrista höf-
uðið, er þeir heyrðu hvaða
hversdagsmatur það er, sem
gamla fólkið vill. Frú Lúlú
Williams og frú E. Mounger,
sem báðareru 103ja ára að aldri,
hafa alla sína æfi lifað svo að
segja einvörðungu á kartöflum,
brauði og steiktu svínakjöti. Og
Redwing Beck, sem er 95 ára
gamall kjarnakarl, mælir fyrir
munn þeirra margra, er hann
segir: „Feitt kjöt og brauð, —
það er það sem ég hefi lifað á.
Því feitara sem kjötið er, þess
betra finnst mér það.“
Þegar matarræði þessa fólks
er athugað, kemur fljótt í ljós,
að það skiptir ekki meginmáli
hvað það hefir borðað, heldur
hversu mikið það hefir borðað.
Rhetts læknir borðar aðeins
„nóg til þess að halda sigur-
verkinu í gangi“. Sá háttur er
svo aftur einkennandi fyrir
allan hópinn. Fjórir fimmtu
hlutar segjast æfinlega hafa
gætt þess, að borða ekki of mik-
ið. Sjö af hverjum tíu taka sér
aldrei náttmálabita, og aðeins
22 af hundraði borða milli mál-
tíða. Þeim er maturinn ekki til
eftirlætis né umræðu, hann er
til þess gerður að neyta hans
og ekki meir um það.
Þetta fólk hefir því aldrei
safnað offitu, og tveir af hverj-
um þrem hafa aldrei fundið til
meltingartruf lana.
Það er ýmislegt fastmótað í
lífsháttum Rhetts læknis. Hann
hafði áhuga fyrir starfi sínu og
var stoltur af því. Hann stund-
aði tannlækningar fram að 83ja
ára aldri, og vann þá alltaf 80
til 90 stundir í viku. Frá klukk-
an átta til klukkan fimm stóð
hann við læknastól sinn, og að
kvöldinu smíðaði hann góma og
gerfitennur, — og gerir það
reyndar ennþá fyrir gamla
kunningja.
En hann hafði líka hugann
við fleira en atvinnu sína.
Hann var í leikflokki bæjarins,
stjórnaði um tíma kórnum við
kirkju sína, og á tímabili var
hann bezti langstökkvari í hér-
aðinu. Á sumrin lokaði hann
lækningastofu sinni í klukku-
stund á hverjum iaugardegi, til
þess að geta keppt við bænda-
syni sveitarinnar. Heima fyrir
minntist hann aldrei á lækna-
störf. „Þegar ég er heima, vil
ég fá að láta mér líða vel með
fjölskyldu minni,“ sagði hann.
Á einu sviði kunni Rhetts
læknir sér ekki hóf. I samfleytt
sextíu ár reykti hann eins og
strompur, bæði pípu, vindla og
71