Póllinn

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Póllinn - maj 2023, Qupperneq 5

Póllinn - maj 2023, Qupperneq 5
Það er mikill heiður að fá að vera ritstýra tímarits okkar stjórnmálafræðinemanna. Íslenska leiðin, tímarit stjórnmálafræðinema var gefið út fyrst árið 2001. Þá var tímaritið nokkurs konar fræðirit þar sem ritstjórnin safnaði saman greinum frá kennurum deildarinnar sem og stjórnmálafólki og valdhöfum landsins. Umfjöllunarefni greina var þemabundið en einblíndu á sjónarhorn íslensks fræðafólks til alþjóðlegra mála svo sem ESB og NATO. Hægt og rólega þróaðist blaðið, ritstjórnin og nemendur skrifuðu sjálfir fleiri og fleiri greinar. Áherslan færðist frá fræðiriti í að gera áhugavert og skemmtilegt efni, af stjórnmálafræðinemum fyrir stjórnmálafræðinema. Ég mæli með að fletta í gegnum gamlar útgáfur, að skoða sögu tímaritsins og sjá hvað var á oddinum hjá fyrri kynslóðum stjórnmálafræðinema. Saga deildarinnar hefur varðveist í þessum tímaritum og þess vegna erum við svo stolt af því að geta tilkynnt að allar útgáfurnar munu verða aðgengilegar rafrænt á timarit.is á næstunni. Lengi hefur verið talað um nafnbreytingu meðal ritstjóra og nemenda nokkuð lengi. Þegar ég tók við sem ritstýra tókum við loks af skarið og hófum um sumarið hugmyndasöfnun að nýju nafni. Stjórnmálafræðinemar sendu inn margar góðar tillögur og undir lok sumars var kosið á milli bestu hugmyndina. Vinsælustu tvær hugmyndirnar voru tilkynntar í Haustblaði Íslensku leiðarinnar: Póllinn og Þinghelgin. Á aðalfundi haustsins var síðan kosið milli nýju nafnanna og þess gamla. Niðurstaða þeirra kosninga er nokkuð augljós, Póllinn hafði sigurinn. Nýir tímar á Pólnum Það skapast tækifæri við nafnabreytingu. Við erum ekki að stofna nýtt blað en þetta eru óneitanleg kaflaskipti. Íslenska leiðin var upphafið okkar, Póllinn er framtíðin. Þessi ritstjórn fékk það erfiða verkefni að þræða þessar hliðar saman. Þemað sem varð fyrir valinu í ár: Alþjóðamál og óhefðbundin sjónarhorn. Þannig brjótum við blað og undirstrikum að við erum ekki lengur Íslenska leiðin, að fjalla um íslenska sjónarhornið, en við byggjum þó á þemum fyrstu útgáfanna. Í þetta sinn birtum við sögur utan úr heimi og greinum frá mismunandi upplifunum á Íslandi sem hafa ekki fengið jafn mikla athygli. Hér eru t.d. greinar um upplifanir jafnaldra okkar úti í heimi á stjórnmálaþátttöku, upplifun litaðra af rasisma á Íslandi. Við erum þó einnig með viðtöl, skemmtiefni og ljóðadálk sem sýnir fjölbreytileikann innan deildarinnar. Við vonum innilega að öll finni eitthvað sem vekur áhuga, hvort sem þú ert stjórnmálafræðinemi eða ekki. Það hefur tekið blóð, svita og tár frá ritstjórninni að gera þetta blað og það hefði ekki verið hægt án svona góðs teymis. Mig langar til að þakka öllum í ritstjórninni fyrir að vinna æðislegt verk. Takk fyrir að vilja taka að ykkur þetta crazy verkefni að gefa út tvö tímarit á einu skólaári og skipuleggja kosningarnar á nafnabreytingu. Við munum héðan í frá vera þekkt sem síðasta ritstjórn Íslensku leiðarinnar og fyrsta ritstjórn Pólsins. Ég vil þakka forvera mínum Kjartani, ritstjóra Íslensku leiðarinnar 2022, fyrir ómetanleg ráð og heiðurinn að nýja nafninu. Ég vil líka þakka öllum sem sendu inn greinar, ljóð og annað efni, það er ómetanlegt að sjá áhuga samnemenda fyrir að deila sköpunarverkum sínum. Orð geta ekki lýst hversu stolt ég er af útkomunni. Njótið! Embla Rún Halldórsdóttir ritstýra Pólsins 2022-2023 Bless Íslenska leiðin, velkomin alþjóðaleiðin með Pólnum! Ávarp ritstýru 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Póllinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.