Póllinn - mai 2023, Síða 15

Póllinn - mai 2023, Síða 15
Ef þú gætir sest niður og drukkið kaffi með einum stjórnmálamanni í heiminum, lifandi eða dauðum, hvern myndir þú velja? Barack Obama. Hvað hefur verið mest krefjandi á ferlinum sem utanríkisráðherra? Utanríkismál fjalla auðvitað um allan heiminn og það er svo margt sem maður hefur þurft að reyna að skilja frá grunni. Í Evrópu eru alls konar deilur á milli þjóða og þjóðarbrota sem eiga sér jafnvel hundruð ára sögu og þannig er það auðvitað víða um heim. Það er hluti af mínu starfi að finna leið til þess að skilja sem allra mest af því sem er að gerast í heiminum eins og vel og maður getur, en vera samt auðmjúk gagnvart þeim raunveruleika að það er ómögulegt að skilja alla hluti til botns. Það hjálpar að hafa sterkan áttavita í grundvallaratriðum en við Íslendingur gleymum því mjög gjarnan hvað við höfum það óskaplega gott miðað við yfirgnæfandi meirihluta jarðabúa. Því meira sem maður lærir um heiminn þeim mun þakklátari verður maður fyrir þá gæfu að vera Íslendingur. En eins og öll verkefni sem maður tekur alvarlega þá er það vissulega krefjandi að reyna að ná að skilja alla þá ótalmörgu þætti sem hafa áhrif á þróun heimsmálanna, því það mun sannarlega allt líka hafa áhrif á Íslandi. Áttu eitt mjög gott ,,moment‘‘ á ferlinum sem utanríkisráðherra? Ég segi það oft að ég taki sjálfa mig ekki hátíðlega en ég taki hlutverk mitt mjög alvarlega. Þannig að ég hef passað mig mjög mikið að reyna að vera ekki með nein „moment“ þegar ég kem fram fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum vettvangi. En það koma oft upp atvik þar sem má litlu muna og ég held að einna súrrealísku aðstæðurnar sem ég man eftir hafi verið þegar ég fann sjálfa mig inni á salerni á hóteli á Spáni að reyna að taka upp ávarp sem átti að birta á vettvangi Sameinuðu þjóðanna seinna sama dag. Þegar ég það rann á mig hversu absúrd þessi aðstaða var með bakgrunn eins og ég væri í fangaklefa, fékk ég svo mikið hláturskast að ég hálf grenjaði og gat ekki klárað þetta, sem betur fer því ég fann mun betur viðeigandi stað til að taka upp ávarpið. Annars var augnablikið þar sem ég hjólaði á 15 mínútum á viðburð með Joe Biden Bandaríkjaforseta á meðan kollegar mínir sátu fastir í umferð í New York í 90 mínútur líka ágætt. Ertu bjartsýn fyrir framtíðinni í alþjóðlegum stjórnmálum og samvinnu? Svarið við þessu er í raun bæði já og nei. Vegna þess að það er undir okkur sjálfum komið. Ég tel okkur hafa fundið vel fyrir því á liðnu ári hversu brothætt alþjóðleg samvinna er en líka hversu gríðarlega mikilvæg hún er í þágu öryggis, friðar, lífsgæða og til að leysa flókin mál sem við stöndum frammi fyrir sem manneskjur á þessari jörðu. Getur þú gefið ráð til ungra stjórnmálafræðinema sem sjá fyrir sér framtíð í pólitíkinni? Láta slag standa, segja já við tækifærum sem bjóðast – líka þegar þér finnst þú þurfa að vita meira, læra lengur, kunna fleira, þroskast áfram. Hafðu sjálfstraust – í því felst bæði að hafa trú á sér en líka styrk til að hlusta á aðra, raða í kringum þig fólki sem veit meira en þú og bætir við þig og þína þekkingu. Og alltaf að vera þú sjálfur. Ef þér þykir pólitík áhugaverð, spennandi og þú vilt hafa áhrif til góðs, þá áttu erindi. 13

x

Póllinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.