Póllinn - mai 2023, Síða 23

Póllinn - mai 2023, Síða 23
París heillaði en heimsfaraldurinn leiddi hana annað Það má segja að áhugasvið Ásgerðar liggi um víðan völl innan alþjóðastjórnmála, allt frá Evrópurétti og mannréttindum yfir í málefni Norðurslóða. Hún finnur fyrir því að breiði áhuginn og reynslan reynist henni vel í starfi sínu hjá Arctic Circle, en Arctic Circle eru alþjóðleg frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 2013 sem vettvangur fyrir þverfaglegar umræður um framtíð Norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson er meðal stofnanda Arctic Circle, ásamt öðrum aðilum á Norðurslóðum sem höfðu áhuga á að setja á fót stofnun sem hefði málefni Norðurslóða að sjónarmiði. Helsta stefna Arctic Circle segir Ásgerður vera fólgin í þremur þáttum sem allir fá jafn mikið vægi; vísindi, stjórnmál og viðskipti. Sömuleiðis finnst henni að frumbyggjar á Norðurslóðum eru og verða alltaf mikilvægustu þátttakendurnir í umræðum um Norðurslóðir, og nefnir hún Söru Olsvig í því samhengi, sem er formaður í ráðgjafaráði Arctic Circle og auk þess formaður alþjóðlegra samtaka Inúíta (e. Inuit Circumpolar Council). Sara er mikilvæg rödd frumbyggjanna og því mjög þýðingarmikið að hafa hana sem formann ráðgjafaráðsins. Þó að stofnanir sem hafa höfuðstöðvar sínar í París eins og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) og Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hafi heillað Ásgerði, þá setti heimsfaraldurinn Ásgerði í þá stöðu að hún þurfti að leitast eftir störfum hér á landi sem hentuðu hennar áhugasviði. Hún sótti því um starf hjá Arctic Circle og sér hún ekki eftir þeirri ákvörðun. Þar byrjaði hún sem ,,communication coordinator‘‘ fyrir tæpum tveimur árum, og fékk síðar stöðu sem samskipta- og stefnustjóri. Hennar helstu verkefni í þeirri stöðu voru m.a. að vera í samskiptum við samstarfsaðila og íslenska ríkið varðandi þátttöku þeirra og áætlanir á Norðurslóðum. Fyrr á þessu ári varð Ásgerður skrifstofustjóri Arctic Circle (e. Director of the Secretariat) og hefur því yfirsýn með skrifstofunni en sinnir einnig sömu störfum og áður. Hið breiða áhugasvið og reynsla Ásgerðar nýtist henni vel í núverandi starfi hennar hjá Arctic Circle. Hún er mjög ánægð í starfi og segir góðan starfsanda ríkja á vinnustaðnum – sem hún segir skipta mestu máli. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Ásgerðar; Arctic Circle skipulagði ráðstefnu í Abu Dabí í samstarfi við umhverfisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna í janúar síðastliðnum og nú í mars hélt Arctic Circle 400 manna ráðstefnu í Tókýó í samstarfi við japönsku friðarstofnunina Sasakawa Peace Foundation. Ásgerður fór einnig til Grænlands þegar Arctic Circle hélt ráðstefnu í Nuuk í ágúst í fyrra, í samstarfi við grænlensku ríkisstjórnina, þar sem 450 manns tóku þátt í stærsta viðburði sem haldinn hefur verið í Grænlandi í mörg ár. Ásgerður segist það vera skemmtilegt að fá að kynnast svona mörgum menningarheimum og vinnuaðferðum í starfi sínu. Hún tekur sem dæmi að það er mismunandi eftir menningarheimum hvort fólk vill fara í ,,small talk‘‘ fyrst eða koma sér beint að umræðuefninu. Hún tekur fram að Íslendingar komi sér oftast beint að efninu, ólíkt því ,,hjalatali‘‘ sem er algengara að viðgangist meðal annarra þjóða. Það er því mikilvægt að kynna sér og aðlagast öðrum menningarheimum. Íslendingar á alþjóðavettvangi Ásgerður bendir á að það felast mikil forréttindi í því að vera Íslendingur og starfa á alþjóðavettvangi. „Sem fámenn þjóð erum við vön því að vera með marga hatta, fá á okkur mörg mismunandi verkefni“, Ásgerður segir það vera mikinn kost að búa yfir slíkri reynslu og ekki sakar að hafa ,,þetta reddast‘‘ hugarfarið sem einkennir Íslendinga; „best er að vera vongóður um að þetta endar allt vel, en maður þarf þó að láta verkin tala“. Ásgerður bendir verðandi stjórnmálafræðingum á að það getur verið góður eiginleiki sem nýtist vel á alþjóðavettvangi. Þegar litið er til framtíðar segist Ásgerður spennt fyrir því að starfa meira innan alþjóðlegs vettvangs. Eins og áður kom fram þá er hún mjög ánægð í sínu starfi og er ekki komin í ferðahug, en sér þó fyrir sér að starfa einn daginn hjá alþjóðlegri stofnun erlendis, en tíminn mun leiða það í ljós. Birgitta Birgisdóttir Helga Margrét Óskarsdóttir 21

x

Póllinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.