Póllinn - maj 2023, Qupperneq 36
Við hlið Alþingishússins, á háum stalli var reist stytta. Fyrsta stytta Íslands af nafngreindri
konu. En hver er hún? Styttan og konan sjálf virðist hafa farið fram hjá mörgum en þó var
hún brautryðjandi fyrir kvennabaráttunna á Íslandi. Hún var fyrsta konan á Alþingi og í
febrúar í ár voru einmitt 100 ár síðan að hún hóf þingsetuna sína. Ég vil kynna ykkur fyrir
þessari konu og ferli hennar þar sem hún hefur orðið viss átrúnaðargyðja fyrir mér. Konan
sem ég er að fjalla um er auðvitað Ingibjörg H. Bjarnason.
Ingibjörg fæddist árið 1868 á Þingeyri á Vestfjörðum. Hún lærði í Kvennaskólanum í
Reykjavík og fór síðan í nám í Kaupmannahöfn þar sem hún varð fyrst Íslendinga til að fá
leikfimikennslupróf. 25 ára gömul sneri hún aftur til Íslands og hóf að kenna í
Kvennaskólanum og þrettán árum seinna árið 1906 varð hún skólastýran og sinnti þeirri
stöðu í 35 ár. Menntamál voru ávallt megin baráttumál Ingibjargar gegnum ævina. Skólinn
skipti hana gríðarlegu máli gegnum lífið og þegar hún lést arfleiddi hún skólann eigur sínar.
Ingibjörg var virk í kvennahreyfingunni og barðist fyrir velferð Íslendinga. Eitt af fyrstu
skrefum hennar í stjórnmálum var árið 1915 þegar hún skrifaði frumvarpið um stofnun
Landspítalans árið 1915. Þegar kom að Alþingiskosningum árið 1922 leiddi Ingibjörg
Kvennalistann. Við þekkjum mörg Kvennalistann sem stofnaður var árið 1982 en til var annar
Kvennalisti sem stofnaður var fyrir Alþingiskosningar árið 1922 með því markmiði að koma
konum loks í stjórnmál. Árið 1922 fóru 22,4% atkvæði til Kvennalistans (eldri) og fékk
flokkurinn þar með einn þingmann á Alþingi. Ingibjörg varð fyrst kvenna til að setjast í
þingstól Alþingis þegar þingárið hófst á ný þann 15. febrúar 1923.
Algengur misskilningur er að Bríet Bjarnhéðinsdóttir hafi verið fyrst kvenna á Alþingi. Hún
er oft efst í huga landsmanna þegar fjallað er um baráttukonur kvenréttinda í upphafi síðustu
aldar, í fyrstu bylgju femínismans. Bríet var vissulega brautryðjandi, hún kveikti fyrstu neista
bálsins í kvennabaráttunni og var leiðandi afl í hreyfingunni fyrst um sinn. Sagnfræðingar
lýsa því að Ingibjörg hafi verið í næstu kynnslóðinni sem tók við og héldu uppi kyndli
kvennabaráttunnar. Bríet barðist fyrir þátttöku kvenna í stjórnmálum, hún leiddi
kvennalistann 1908-1916 og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur í áratug. Hún fékk þó aldrei kjör á
Alþingi þrátt fyrir tvær tilraunir sínar.
Brautryðjandi
baráttukona:
Ingibjörg H. Bjarnason
Það er víst að þingseta Ingibjargar var enginn dans á rósum,
karlaklúbburinn á þinginu virtist ekki sáttur við að kona
hefði smeygt sér inn. Ein frægasta setning Ingibjargar er:
„Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu
hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur - en slíkt má ekki
setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur
það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, þær séu konur.“
34