Póllinn - maj 2023, Side 38
Stjórnmálaflokkar sem
Kjötbollur - Framsókn
Er ekki bara best að fá sér kjötbollur? Einn sígildasti réttur IKEA, alltaf við hæfi, hlutlausar. Þó
að fáir segjast kjósa Framsókn eða kjötbollurnar þá vitum við flest öll að það er alltaf einhver
í hópnum sem fær sér þær.
Fiskur í Orly - Vinstri Grænir
Langar þig í eitthvað hollt sem er það samt í rauninni ekki, þá er fiskur í orly málið. Líkt og
Vinstri Grænir þá færðu eitthvað allt annað en þú vildir eða hélst að þú fengir upphaflega,
fiskur í orly er í rauninni ekkert annað en fiskur í búningi.
Lax - Sjálfstæðisflokkurinn
Er eitthvað annað íslenskara en fiskurinn góði sem hefur haldið landsmönnum gangandi
lengur en elstu menn muna? Nei, hélt ekki, líkt og fiskurinn þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn
verið til í mörg ár og verður á boðstólnum hvort sem manni líki betur eða verr.
Plokkfiskur - Miðflokkurinn
Plokkfiskurinn, þessi gamli góði heimilsmatur, öll þekkja hann en fá vilja hann. Þetta er bara
fiskur í öðrum búningi. Íhaldssamur fiskur, búinn til úr afgöngum sem enginn vill.
Naggar - Píratar
Matur yngri kynslóðarinnar, naggar og franskar, það er fátt til sem lýsir yngri kynslóðinni
jafn vel og þetta combo og það sama á við um Pírata sem sækja fylgi sitt að miklu leyti til
unga fólksins.
36