Póllinn

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Póllinn - maj 2023, Qupperneq 66

Póllinn - maj 2023, Qupperneq 66
Mörg þekkja hugtakið staðalímynd (e. stereotype) en fyrir þau sem þekkja það ekki eða eru óviss þá eru staðalímyndir alhæfingar um ákveðna hópa og einstaklinga út frá ákveðnum eiginleika. Þær verða til þegar einkenni og hugmyndirnar sem við höfum um einstakling af ákveðnum hópi eru yfirfærð yfir á alla aðra í þeim hópi. Staðalímyndir er að finna nánast alls staðar. Þær eru í umhverfi okkar, hjá öðrum, í bókum og bíómyndum eða einfaldlega bara hjá okkur. Þegar talað er um staðalímyndir þá kemur oft fyrst í huga neikvæðar staðalímyndir sem eru til um fólk af erlendum uppruna og litaða einstaklinga. Staðalímyndir á borð við hættulega svarta fólkið, glæpahneigðu útlendinganna og fleiri. Sum hugsa kannski um staðalímyndina um klárt asískt fólk sem virðist í fyrstu vera jákvæð en þegar hún er skoðuð betur má sjá hvernig hún getur haft neikvæðar afleiðingar. Fyrirmyndar minnihluti (e. model minority) er staðalímynd sem kemur frá Bandaríkjunum. Hún á oftast við asíska-ameríska einstaklinga, sérstaklega þá sem eru frá Austur-Asíu. Í Bandaríkjunum hefur verið mikið um hatur gagnvart fólki af asískum uppruna sem dæmi má nefna Kínverska útilokunarfrumvarpið (e. Chinese exclusion act) sem var í gildi frá 1882- 1947. Í grunninn þá var Kínverjum óheimilt að flytja til Bandaríkjanna, athugið að þetta er einföldun á því sem fór fram. Árið 1941 gerði japanski herinn árás á Pearl Harbour. Árásin leiddi af sér mikinn ótta í Bandaríkjunum og í garð Bandaríkjamanna af japönskum uppruna. Þessi ótti leiddi til þess að margir báru mikla andúð á einstaklingum af japönskum uppruna. Bandaríska ríkið ákvað að taka til aðgerða og árið 1942 skrifaði Roosevelt, Bandaríkjaforseti undir frumvarp sem skikkaði alla Japana sem búsettir voru í Bandaríkjunum til að flytja frá svokölluðum útilokunarsvæðum (e. exclusion zones). Fjölskyldur voru fluttar af svæðunum og settar í fangabúðir í Idaho en fyrir það höfðu þau verið í tímabundnum búðum annars staðar. Í Idaho bjuggu fjölskyldurnar í bröggum þar sem var lítil sem engin einangrun. Fólk hafði ekkert næði. Fólkið í fangabúðunum neyddist til þess að vinna þar til þess að halda þeim á floti, það ræktaði mat, kenndi og fleira. Því var kennd enska ásamt því að þeim var kennt hvernig ætti að haga sér í bandarísku og hvítu samfélagi. Það voru ekki einungis Japanir frá Bandaríkjunum í fangabúðunum en Japanir frá Suður-Ameríku höfðu einnig verið fluttir þangað. Sumum tókst að koma sér úr búðunum með því að ganga í herinn og þar með sanna stuðning sinn við bandaríska ríkið. Árið 1945 lauk stríðinu og var fangabúðunum þar með lokað, fólkinu var sagt að halda sig frá eigin menningu og verða hluti af þeirri bandarískri. Seinna meir var talið að tilvist fangabúðanna hefðu brotið gegn stjórnarskránni og að mannréttindi þessara einstaklinga hefðu verið fótum troðin. Það eina sem fólkið fékk eftir að það losnaði voru 25 dollarar og lestarmiði til fylkisins sem það bjó í áður en það var sett í fangabúðirnar. Mörg áttu ekkert þegar þau komu aftur heim, húsin þeirra höfðu verið seld og þau rekin úr starfi. Líf þeirra höfðu verið eyðilögð. Fyrirmyndar minnihluti Uppruni staðalímyndarinnar og áhrif hennar 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Póllinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.