Gátt - 2010, Side 14
14
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0
gefnum hugmyndum um gildi þátttöku í skipulagðri fræðslu
og merkingu hugtaksins þátttöku yfirleitt, of sjaldan séu ein-
staklingar skoðaðir í félagslegu samhengi sínu og gengið sé
út frá því að allir bíði spenntir eftir að komast á námskeið.
Jim Crowther (2000) bendir á að umræðan í samfélaginu
mótar hugmyndir okkar og þekkingu. Orðræðan um full-
orðna námsmenn inniheldur ekki annað hvort réttar eða
rangar fullyrðingar um af hverju fullorðnir taka þátt og af
hverju ekki, heldur skapar hún skilning okkar á því hvað telst
til þátttöku og hvað ekki. Hún skapar ákveðið sjónarhorn
sem beinir þekkingu okkar og skilningi í ákveðinn farveg en
á sama tíma útilokar orðræðan annan skilning á viðfangs-
efninu, til dæmis að það séu einstaklingar í samfélaginu sem
beinlínis hafa ekki áhuga á að leggja stund á nám eða taka
þátt í fullorðinsfræðslu og telja í einlægni að nám gagnist
þeim ekki. Paladanius (2007) lýsir því til dæmis hvernig
atvinnulausir verkamenn líta á skóla sem leiðinlega og til-
gangslausa daggæslu fyrir ómálga einstaklinga. Fullorðnir
séu sjálfráða, vinni og skapi, þannig að þátttaka í fræðslu er
greinilega ekki í samræmi við hugmyndir þeirra um það sem
fullorðnir gera. Paladanius varð einnig var við að þeir kusu
frekar eigin reynslu sem aðferð til að ná tökum á nýjungum
en lestur, hlustun, íhugun og umræður eins og þekkist á
námskeiðum. Þannig er ljóst að orðræðan um þátttöku er
ekki endilega sú sama meðal þeirra sem móta umræðuna um
fræðslu og þeirra sem eiga að njóta hennar.
„ Þ á T T T A K A E R g ó Ð “
Umræðan um fullorðinsfræðslu endurspeglar oft það við-
horf að þátttaka í fræðslu sé góð, að tilgangur eða mark-
mið hennar sé að ráða bót á ætluðum skorti hjá fólki. Þá er
gengið út frá því að nám og fræðsla sé eitthvað jákvætt, eitt-
hvað sem bæti líf okkar og eitthvað sem við eigum að hafa
aðgang að í gegnum allt lífið. Það kemur því ekki á óvart
að í rannsóknum á þátttöku í fullorðinsfræðslu sé gengið út
frá þessari sýn. Þegar kemur að því að bregðast við fjarveru
ákveðinna hópa frá fræðslu er gjarnan reynt að finna leiðir
til að hvetja fólk til þátttöku í fræðslutilboðum sem þegar
eru fyrir hendi í stað þess að endurskoða þá fræðslu sem því
stendur til boða (Crowther, 2000). Starfsmaður símenntunar-
miðstöðvar orðar þetta þannig: „Þetta eru ekki menn sem að
myndu koma þó við myndum auglýsa einhver flott námskeið
þar sem ætti að efla þá í færni við að fara á vinnumarkað-
inn … þeir myndu ekki láta sjá sig. Þannig að við stöndum
svolítið frammi fyrir því hvernig getum við mótiverað þennan
hóp“. Illeris (2004) bendir á að rannsóknir á fullorðinsfræðslu
sýni að ævimenntun getur ekki alltaf uppfyllt þá mynd sem
kemur fram í stefnuplöggum OECD, UNESCO og ESB. Þannig
er þátttaka í skipulagðri fræðslu ekki endilega ávísun á betra
líf fyrir alla og nám er ekki alltaf skemmtilegt, auðgandi og
frelsandi fyrirbæri.
F R Æ Ð S L A E R E K K I b A R A N á M -
S K E I Ð
Þegar umræðan um nám og fræðslu fullorðinna ber á góma,
er ekki laust við að helst sé rætt um þátttöku fullorðinna í
námskeiðum. Starfssemi fræðslustofnana snýst að mestu leyti
um það að skipuleggja og bjóða alls konar námskeið fremur
en að styðja við nám eða menntun fólks á allan mögulegan
hátt. Þá er algengt að almenningur vanmeti eigin þekkingu
og færni þar sem hennar hefur ekki verið aflað í formlegu
námssamhengi. Rannsóknir á þátttöku bera og vott um það
hversu námskeið eru miðlæg í allri hugsun okkar um nám
og fræðslu fullorðinna (Crowther, 2000). Viðhorf til náms og
fræðslu fullorðinna eru aftur á móti að breytast og sjónarhorn
að víkka. Gott dæmi um það má sjá í orðum starfsmanns
símenntunarmiðstöðvar: „…þegar þeir voru að koma hérna á
námskeið þá bað ég þá um að koma með skírteinin sín og sko
við erum oft að tala um heilu möppurnar. Þannig að það er
ekkert hægt að segja að þeir hafi verið ómenntaðir, þeir voru
bara menntaðir inn í ákveðin störf“. Svipuð viðhorf má sjá hjá
Tight (1998) sem bendir á að það sé erfitt að finna einhvern
sem hafi ekki á virkan hátt verið að læra eitthvað. Með öðrum
orðum, fólk er alltaf að læra eitthvað í daglegu amstri sínu í
gegnum allt lífið. Að hans áliti ætti lykilspurningin ekki að
vera hvort fólk sé að taka þátt eða ekki, heldur hversu mikið
og í hvers konar fræðslu. Við sjálf, höfundar þessarar greinar,
myndum jafnvel vilja bæta við spurningunum: Hvað gerir fólk
til þess að auka þekkingu og færni sína? Og svo: Hvað geta
fræðsluaðilar gert til að hjálpa því?