Gátt - 2010, Side 20

Gátt - 2010, Side 20
20 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Þrátt fyrir að þátttaka í fullorðinsfræðslu sé mikið rannsakað viðfangsefni þá hafa ekki komið fram heildstæð líkön og kenningar sem geta skýrt af hverju ákveðinn hópur fullorð- inna tekur ekki þátt í fræðslu. Bent hefur verið á að ástæður fyrir fjarveru frá fræðslu séu mjög persónubundnar og þær kenningar, sem hafa verið settar fram, skýra aðeins að hluta til af hverju ákveðinn hópur einstaklinga tekur ekki þátt í fræðslu (Hróbjartur Árnason, Halla Valgeirsdóttir og Svava Sigurðardóttir, 2010). Í viðtölum mínum við starfsfólk símenntunarmiðstöðva kemur skýrt fram að lágt sjálfsmat og sjálfstraust hamlar mörgum að taka þátt í fræðslu eða veldur því að skrefin í átt að þátttöku eru oft þung og erfið. „… Og svo bara vantar … sjálfstraustið hjá fólki …“ eru ummæli sem komu víða fram í viðtölunum. Það vekur þó athygli að nýrri norrænar rann- sóknir sýna að dregið hefur úr því að ástæður eins og slæm „ S j á L F S T R A U S T I Ð E R R A U Ð I Þ R á Ð U R I N N “ á H R I F L á g S S j á L F S M A T S o g S j á L F S T R A U S T S á Þ á T T T Ö K U Í F U L L o R Ð I N S F R Æ Ð S L U Lágt sjálfsmat eða sjálfstraust er ein af mörgum ástæðum fyrir fjarveru fullorðinna frá fræðslu. Í þessari grein verður þessi ástæða skoðuð nánar í ljósi niðurstaðna úr viðtals­ rannsókn við starfsmenn símenntunarmiðstöðva á Íslandi þar sem fjallað er um þátttöku fullorðinna með stutta formlega skólagöngu í fræðslu. Rannsóknin er hluti af meistaraverk­ efni höfundar til M.Ed.­ gráðu í menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og byggist á aðferðarfræði eigindlegra rannsókna. Tekin voru hópviðtöl við 22 starfsmenn átta símenntunarmiðstöðva. Sex viðtöl fóru fram á símenntunarmiðstöð viðmælanda. Eitt viðtalið fór fram á opinberum stað þar sem sátu fulltrúar tveggja símenntunarmiðstöðva. Starfsmenn símenntunarmiðstöðva hafa mikla þekkingu á stöðu þeirra sem hafa stysta skólagöngu að baki og sækja síst fræðslu vegna samskipta við einstaklinga í markhópum sínum. Upplifun þeirra og reynsla getur veitt nýtt sjónarhorn sem lítið hefur verið beitt í rannsóknum á þátttöku og fjarveru frá þátttöku. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á það hvernig starfsmenn símenntunarmið­ stöðva á Íslandi upplifa lágt sjálfsmat og sjálfstraust fólks í markhópi miðstöðvanna og hvernig það birtist þegar kemur að þátttöku í fræðslu á þeirra vegum. Í upphafi er fjallað örstutt á almennan hátt um hvernig lágt sjálfsmat og sjálfstraust birtist í þátttöku fullorðinna í fræðslu. Síðan kemur umfjöllun um lágt sjálfsmat og sjálfstraust út frá viðtölum við starfsmenn símenntunarmiðstöðvanna þar sem fjölmargir þættir í starfseminni koma fram sem tengjast viðfangsefninu. Vert er að geta þess að þeir þættir, sem dregnir eru fram í greininni um starfsemi símenntunarmiðstöðvanna, eru langt frá því að vera tæmandi. Hér eru einungis til umfjöll­ unar atriði sem snúa að viðfangsefni greinarinnar og komu fram í viðtölunum. Í greininni eru það starfsmenn símenntunarmiðstöðvanna sem segja frá, þeirra orð fá að standa án mikillar túlkunar eða flokkunar. Í umfjöllun um upplifun og viðhorf starfsmanna er ekki tilgreint hvar þeir starfa eða hvaða starfi þeir gegna. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka viðmælendum mínum fyrir þann tíma sem þeir gáfu í fróðlegar og skemmtilegar umræður. HALLA VALgEIRSdóTTIR MENNTAVÍSINdASVIÐ HáSKóLA ÍSLANdS Halla Valgeirsdóttir reynsla úr skóla eða lítil trú á eigin skriftar- og lestrargetu séu gefnar fyrir fjarveru frá fræðslu (Wahlgren, 2010) en þetta eru einmitt þættir sem hafa mikil áhrif á sjálfsmat og sjálfs- traust fólks, ekki síst þegar kemur að þátttöku í fræðslu. Annað sem hefur breyst í seinni tíð er að það virðist útbreiddara viðhorf nú en fyrir nokkrum áratugum að nám og menntun á fullorðinsárum sé eftirsóknarvert. Áhugi á því að sækja fræðslu og öðlast meiri menntun er gríðarlega mikill hjá þeim hópi sem símenntunarmiðstöðvarnar sinna. Til að mynda sagði einn viðmælandi: Ég kannski vil ekki alhæfa en nánast … allir hafa áhuga á því að mennta sig og læra eitthvað, þó það hafi ekki allir áhuga á háskólanámi eða langskólanámi eða ein- hverju slíku þá blundar alltaf þráin í fólki að menntast og læra eitthvað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.