Gátt - 2010, Page 32

Gátt - 2010, Page 32
32 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 á. Lítil trú á eigin getu, frammistöðukvíði og óttinn við að mistakast virtist vera efst í huga þeirra og helsta hindrunin. Jafnframt því upplifðu þeir ákveðinn létti eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara í nám þar sem þeir eygðu loks von um að ná sér í réttindi sem þeir höfðu stefnt að svo lengi. Þeir viðmælendur mínir, sem átt hafa við námsörðug- leika að stríða, hafa ekki góða upplifun af skólagöngu sinni og hefur sú hugsun hindrað þá í fara í skóla aftur eftir langa fjarveru eins og einn viðmælandi minn lýsir hér svo vel: Mér kveið alveg, mér kveið alvega rosalega fyrir fyrsta deginum sko, mér kveið alveg rosalega fyrir því að fara aftur í skólann, ég held að það sé bara þú veist þessi hræðsla við skólann og ég náttúrulega tregur að læra. Viðmælandi minn dregur ekki dul á stöðu sína sem náms- maður með þessum sterku orðum og sjálfsmynd hans er ekki upp á marga fiska. Annar viðmælandi nefnir einnig að kvíðinn fyrir því að fara í skólann aftur hafi verið í raun „hræðslan við fortíðardrauginn, að standast ekki prófin, að eyða tímanum, púðrinu og kröftunum og ná svo ekki þótt maður hafi lagt sig fram“. Aðrir taka í sama streng og lýsa upplifun sinni með þeim hætti að óttinn við að mistakast enn og aftur hafi verið efst á baugi og það að geta ekki staðist þær kröfur sem settar voru í náminu. Þessar hugsanir hafa valdið þeim vanlíðan sem þeir eiga erfitt með leggja til hliðar og fylgja þeim áfram þegar í skóla er komið. Þrír viðmælenda minna, sem ekki eiga við námsörðugleika að stríða, voru einnig kvíðnir fyrir því að fara aftur í nám. Upplifun þeirra af veru sinni í grunnskóla er þó mun jákvæðari en hinna þar sem hindranir vegna náms- örðugleika eru ekki til staðar. Þeir upplifa þó kvíða við að hefja nám á nýjan leik og þeim finnst erfitt að vera komnir á ákveðinn aldur og setjast á skólabekk. Það að standast ekki þær kröfur sem lagt er upp með veldur óöryggi og kvíða- tilfinningu. Einn viðmælandi minn, sem kominn er á fimm- tugsaldur, lýsir hér upplifun sinni þegar fyrsti skóladagurinn eftir langa fjarveru nálgaðist: … það var alveg skelfilegt, alveg skelfilegt, já bara nátt- úrulega bara stressaður og ég þurfti að fara að hugsa upp á nýtt … maður var bara skjálfandi á beinunum, bara þannig. Ég hafði bara mestar áhyggjur af því að ég gæti ekki lært og gæti ekki munað. Orð hans eru sjálfsagt lýsandi fyrir margan einstaklinginn sem stendur í sömu sporum og hann þar sem lítil trú á eigin getu og hræðslan við að standa sig ekki meðal annarra nemenda er ein stærsta hindrunin fyrir því að hefja nám að nýju. Náms- og starfsráðgjafarnir fundu einnig fyrir kvíða hjá hópunum þegar matsviðtölin nálguðust og reyndu að undir- búa þá með bæði hóp- og einstaklingsviðtölum. Náms- og starfsráðgjafarnir telja að frammistöðukvíðinn sé stærsta hindrunin í raunfærnimatsferlinu og því til staðfestingar nefna þeir að þegar þátttakendur í raunfærnimatinu vissu að um einhvers konar ,,próf“ var að ræða þá helltist yfir þá kvíði og óöryggi. Óháð því hvort um námsörðugleika er að ræða eða ekki þá virðist sem langt hlé á skólagöngu auki á óvissu um hvort þeir geti þetta eins og aðrir nemendur sem eru búnir að vera í skóla óslitið jafnvel frá upphafi grunnskóla. R A U N F Æ R N I M A T – T Æ K I F Æ R I Ð – A U K I Ð S j á L F S T R A U S T Viðmælendur mínir nefna allir að raunfærnimatið hafi verið það tækifæri sem þeir höfðu beðið eftir lengi og hjá þeim kemur skýrt fram mikill vilji til að ljúka námi. Það að hafa ekki klárað nám á sínum tíma hefur nagað þá nánast á hverjum einasta degi og margir hafa reynt oftar en einu sinni að hefja nám á nýjan leik en fallið í sömu gryfju og hætt vegna örðugleika í námi og vegna persónulegra erfiðleika. Svo virðist sem úrræði í skólakerfinu hafi verið vandfundin á þeim tíma sem þeir voru í námi (flestir að hefja nám í fram- haldsskóla um og eftir 1980) þar sem greinilega kemur fram að þá hafi skort hvatningu og stuðning meðan á námi stóð og þeir höfðu hvorki þor né trú á eigin getu til að stíga það skref sjálfir að fara aftur í nám eða leita sér aðstoðar. Raunfærnimatið hefur ,,opnað dyr að framtíðinni“ eins og einn viðmælandinn orðar það. Þeim hefur tekist að hefja nám að nýju og jafnvel lokið sveinsprófi í greininni og sumir hverjir hafið meistaranám, nokkuð sem þá óraði ekki fyrir að upplifa eins og einn þeirra lýsir hér vel:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.