Gátt - 2010, Side 34

Gátt - 2010, Side 34
34 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Þ á T T U R N á M S - o g S T A R F S R á Ð - g j A F A Í F E R L I N U Að mati viðmælenda minna var þáttur náms- og starfsráð- gjafa í raunfærnimatsferlinu mjög mikilvægur. Náms- og starfsráðgjafarnir leiddu þá í gegnum ferlið og unnu með þeim á mjög persónulegum nótum. Viðmælendur mínir upp- lifðu sterkt að þeir höfðu aðgang að mikilli ráðgjöf meðan á matinu stóð. Þeir nefna allir að þeir hafi alltaf getað hringt, leitað ráða og spurt um allt sem upp kom í ferlinu og einnig þegar í skólann var komið. Þeir töldu einnig að hvatningin hafi skipt máli og gert það að verkum að þeir náðu frekar þeim markmiðum sem sett voru. Mikilvægt var fyrir þá að finna að þeir hefðu þennan stuðning og allir nefndu að það hafi verið sá þáttur sem einna mest hafi skipt máli í ferlinu, að finna stuðninginn og hvatninguna hjá fagaðilum til að halda áfram ásamt þeim stuðningi sem hópurinn veitti þeim. Allir viðmælendur mínir voru sammála um að brúa þyrfti bilið á milli fræðslustofnunar og framhaldsskóla hvað ráðgjöf varðar. Þeir segja að sá stuðningur sem þeir fengu í matinu hafi verið til fyrirmyndar og náms- og starfsráðgjafarnir hafi stutt þá, ýtt á þá og fylgt þeim vel eftir í ferlinu. Hins vegar er ekki sömu sögu að segja þegar inn í framhaldsskólann er komið og virðist stuðningur náms- og starfsráðgjafa þar ekki vera eins sýnilegur og lítil tenging við þá af hálfu raun- færnimatsferlisins. Ef þeir voru í vafa um eitthvað í skólanum sjálfum hringdu þeir umsvifalaust í náms- og starfsráðgjaf- ana í raunfærnimatinu í stað þess að leita aðstoðar innan skólans. Einn viðmælenda minna nefnir að hann hefði alveg getað hugsað sér að hafa náms- og starfsráðgjafann sem sína hægri hönd inn í skólanum og telur að hann með sína námsörðugleika hefði fengið betri þjónustu og upplýsingar ef hann hefði fengið sömu þjónustu í framhaldsskólanum líkt og hann fékk í raunfærnimatsferlinu. Mætti túlka orð hans á þá leið að hann hafi í raun týnst í fjölmennum skóla á meðan að hann hafði náms- og starfsráðgjafa sem leiddi hann áfram skref fyrir skref í fámennari hópi í raunfærnimatinu. Þar hafi hann myndað traust við fagaðila sem vissi um hans erfiðleika og sjálfsagt er erfitt fyrir marga sem hafa neikvæða upplifun á skólakerfinu að hafa frumkvæði að því að mynda traust við stuðningsaðila innan skólans. A Ð L o K U M Á síðustu árum hafa verið skrifaðar MA- ritgerðir hér á Íslandi sem taka á málefnum fullorðinna einstaklinga með litla menntun að baki sem huga að námi að nýju og margir þeirra eiga brotna skólagöngu að baki líkt og viðmælendur mínir. Niðurstöður þessa rannsókna eiga það sammerkt að einstak- lingum, sem hurfu frá námi strax eftir grunnskóla eða eftir stutta viðveru í framhaldsskóla, reynist erfitt að hefja nám innan veggja framhaldsskólanna og finnst það fráhrindandi kostur þar sem markhópurinn sé ungt fólk og námið sniðið frekar að þeirra þörfum heldur en hinna fullorðnu (sjá t.d. Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir, 2008; Svanfríður Inga Jónas- dóttir, 2005) líkt og Illeris (2003), Knowles (1990), og Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, (2002) benda enn fremur á í sínum rannsóknum. Í ljósi þessa er vert að athuga hvort ekki þurfi að skoða betur þær aðstæður sem fullorðnum einstaklingum er boðið í framhaldsskólum landsins. Fullorðnir þurfa öðruvísi aðlögun og utanumhald í skóla en unglingar og þá læra þeir einnig með öðrum hætti en þeir sem yngri eru (Hróbjartur Árnason, 2005; Illeris, 2003; Knowles, 1990). Ítrekað brotthvarf viðmælenda minna úr námi er í flestum tilfellum af sama meiði þar sem erfitt reyndist fyrir þá að fóta sig innan veggja skólanna meðal annars vegna slæms gengis á fyrri skólagöngu og brotthvarf varð fyrir valinu og má ætla að sú staðreynd eigi við stóran hóp einstaklinga sem huga að námi eftir langt hlé. Vissulega bjóða margir framhaldsskólar upp á kvöldskóla fyrir ólíkan hóp nemenda og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, býður 25 ára og eldri upp á styttri námleiðir sem leiða til útskriftar. Vísar að aðgerðum, sem koma til móts við fullorðna námsmenn, eru að verða að veruleika í tilteknum skólum en ljóst er að betur má ef duga skal. Auðvelda þarf aðgengi þessa hóps að námi og útlista framboð til náms með þarfir fullorðinna í huga og eru miklar vonir bundnar við hin nýju lög um framhaldsfræðslu. Fræðslustofnanir bjóða upp á fjölbreytta fræðslu og er sú leið mikilvæg fyrir einstaklinga með litla formlega menntun þar sem stórir framhaldsskólar eru þeim fráhrindandi kostur. Náms- og starfsráðgjafar sinna mikilvægu hlutverki hvað varðar ráðgjöf til þeirra sem minnstu menntun hafa og auka þyrfti ráðgjöf og eftirfylgni fyrir þennan hóp til muna þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.