Gátt - 2010, Blaðsíða 38
38
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0
ungs fólks, þar sem stærstur hluti hópsins hefur ekki lokið
námi eftir grunnskóla. Menntunarstig ungra atvinnuleitenda
er með þeim hætti að u.þ.b. 75% hafa ekki lokið námi eftir
grunnskóla.
Það má ætla að atvinnuástandið nú gæti dregið úr hvata
til að hætta námi en það leiðir vonandi til þess að fleiri
ljúka námi. Menntun hefur áhrif á möguleika einstaklings
á vinnumarkaði og félagslega stöðu hans. Með aukinni
menntun aukast líkur á samfélagslegri virkni, möguleikar á
vinnumarkaði aukast, líkur á hærri launum og betri heilsu
og um leið dregur úr líkum á atvinnuleysi. Í ljósi þessa ætti
það að vera forgangsverkefni að berjast gegn ótímabæru
brottfalli úr framhaldsskóla. Í því sambandi er afar mikilvægt
að menntamálayfirvöld og félagsmálayfirvöld taki höndum
saman. Leggja þarf mikla áherslu á forvarnir inni í skólunum
annars vegar og hins vegar þurfa vinnumarkaðsaðgerðir,
sem beinast að ungu atvinnulausu fólki, að leggja áherslu á
að beina því í nám að nýju.
Afleiðingar atvinnuleysis og þá sérstaklega lang-
tímaatvinnuleysis eru taldar hvað alvarlegastar fyrir ungt
fólk. Gögn frá ýmsum löndum sýna að aldurshópar, sem
koma út á vinnumarkað í erfiðu atvinnuástandi, eru almennt
með hærra atvinnuleysishlutfall en aðrir starfsævina á enda
(Schröder, 1994).
Í ljósi þessa tóku íslensk stjórnvöld þá ákvörðun að
bregðast við vaxandi atvinnuleysi meðal ungs fólks með því
að skipa starfshóp tveggja ráðuneyta, sem fékk það verkefni
að kortleggja stöðuna og safna saman upplýsingum um unga
atvinnuleitendur og aðstæður þeirra ásamt því að leggja
fram tillögur um virkniaðgerðir. Hópurinn skilaði skýrslu í
nóvember 2009 þar sem m.a. var lagt til að:
Ungir atvinnuleitendur 18–24 ára þurfa ráðgjöf og •
stuðning ásamt því að hafa hlutverk í samfélaginu.
Óvirkni getur haft svipaðar afleiðingar og í Finnlandi •
upp úr 1990 þar sem talað er um týndu kynslóðina
með þeim alvarlegu afleiðingum sem það hafði fyrir
einstaklingana og samfélagið allt. (Einstaklingar sem
hvorki eru skráðir í skóla né á átvinnuleysisskrá tilheyra
hinni svokölluðu týndu kynslóð í Finnlandi; athugasemd
ritstjórnar.)
Megintilgangur með aðgerðum gegn atvinnuleysi ungs •
fólks ætti að vera að virkja það og hvetja til þátttöku í
námi og sjálfboðaliðastörfum og í raun ætti allt annað
að vera í boði en að vera óvirkur á bótum (Félagsmála-
ráðuneytið, 2009).
á T A K S V E R K E F N I Ð „ U N g T F ó L K
T I L A T H A F N A “
Á grundvelli skýrslu starfshópsins ýtti félags- og trygginga-
málaráðuneytið úr vör þann 1. janúar sl. átakinu „Ungt fólk til
athafna“. Markmið þess var að tryggja öllu ungu fólki 16–24
ára virkniúrræði innan þriggja mánaða frá atvinnumissi og
skyldi því náð fyrir 1. apríl 2010. Alþingi samþykkti að verja 600
milljónum til átaksins. Vinnumálastofnun var falin framkvæmd
verkefnisins og á höfuðborgarsvæðinu var opnuð skrifstofa á
Suðurlandsbraut 22 undir merkjum átaksins. Annars staðar á
landinu sáu þjónustuskrifstofur VMST um framkvæmdina. Tíu
nýjum ráðgjöfum var bætt við starfsmannahóp Vinnumála-
stofnunar til að sinna verkefninu. Við upphaf átaksins voru
atvinnulaus ungmenni rúmlega 3.000 á landinu öllu, flest á
höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 2.000.
Grunnskóli
Starfst. framh.
Iðnnám
Stúdentspróf
Háskólanám
2.307; 74%
75; 3%
191; 6%
463; 15%
68; 2%
Grunnskóli
Starfst. framh.
Iðnnám
Stúdentspróf
Háskólan m
2.307; 74%
75; 3%
191; 6%
463; 15%
68; 2%
Mynd 4. Ungir atvinnuleitendur – Námsleg staða