Gátt - 2010, Side 54

Gátt - 2010, Side 54
54 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 hafi tækifæri til að meta þjónustuna. Þessar spurningar tengjast stigum eitt og tvö í þátttöku. Einnig voru ráðþegar, ráðgjafar og stjórnendur beðnir um að ræða framtíðina og möguleika á aukinni þátttöku ráðþega við að meta, móta og þróa þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Í spurningalistanum er einnig spurt um möguleika ráð- þeganna á að hafa áhrif á náms- og starfsráðgjöfina, skipu- lag hennar og stefnumótun. Þá er einnig spurt um ávinning af náms- og starfsráðgjöf. Einnig er spurt um hvaða aðferðir svarendur telji heppilegar til að raddir þeirra fái að heyrast þegar verið er að móta og þróa þjónustuna. N I Ð U R S T Ö Ð U R Í þessari grein er einungis sagt frá niðurstöðum úr rýnihópum á Íslandi þar sem enn er verið að safna gögnum úr spurninga- könnun. Niðurstöður úr rýnihópum voru jákvæðar fyrir þá sem sinna náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna. Ráðþegar virtust mjög ánægðir með þjónustuna og töluðu á jákvæðum nótum um ráðgjafana og upplifun sína af náms- og starfsráð- gjöf. Til dæmis töluðu margir um að stuðningur og hvatning ráðgjafanna hafi verið ein ástæða þess að ákveðin markmið náðust í námi. Einn þátttakandi talaði um að ráðgjöfin hefði opnað augu hans fyrir þeim möguleikum sem hann hafði. Þetta er í samræmi við skilgreiningar ráðgjafanna sjálfra á starfinu eða eins og einn sagði: „Stundum sér maður bara kvikna á perunni hjá einhverjum“. Fæstir í hópunum höfðu leitt hugann að því hvernig ráð- þegar gætu átt meiri þátt í skipulagi þjónustunnar en flestir voru opnir fyrir þess konar samstarfi. Það sem er athyglisvert fyrir stjórnendur og stefnumótendur í náms- og starfsráð- gjafaþjónustu er að ráðþegar töldu sig ekki hafa tækifæri til að meta þjónustuna formlega en þeir sögðust láta ánægju sína í ljós við náms- og starfsráðgjafana með ýmsum óform- legum hætti. Ráðgjafarnir voru þessu sammála og töluðu um óformleg skilaboð sem þeir fengju, til dæmis tölvupósta og jákvætt umtal, sem vísbendingu um að starfið gengi vel. Stjórnendur tóku einnig undir þessi sjónarmið og sögðust fá jákvæð viðbrögð víða að. Það ýtti undir þá tilfinningu sem þeir hefðu um að starfið væri að gagnast mörgum vel við að ná markmiðum í námi og starfi. Þegar þátttakendur í rýnihópum voru beðnir um að deila hugmyndum sínum um hvernig ráðþegar gætu komið að stefnumótun og þróun á náms- og starfsráðgjöf töldu flestir að það gæti bætt þjónustuna að fá rödd ráðþega inn með formlegri hætti. Í umræðum í ráðþegahópum töldu þátttak- endur að eðlilegt væri að ráðþegar fengju tækifæri til að meta þjónustuna líkt og þeir fá tækifæri til að meta kennslu. Þeim hugnuðust vel hugmyndir um rýnihópa þar sem ráðþegar kæmu að mótun þjónustunnar með virkari hætti. Ýmsar hug- myndir um ævilanga náms- og starfsráðgjöf voru ræddar í kjölfarið, meðal annars ráðgjöf fyrir fullorðið fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur og einnig var vel tekið í hugmyndir um að námstækni yrði kennd frá upphafi skólagöngu. Stjórn- endur voru mjög jákvæðir gagnvart því að fá rödd ráðþega inn í skipulagningu þjónustunnar og sáu fyrir sér að hún yrði atkvæðameiri í framtíðinni. Samkvæmt stigum þátttökukvarðans er Ísland á öðru stigi þar sem ráðþegar eru virkir í þeirri einstaklingsráðgjöf sem þeir fá og senda óformleg skilaboð um ánægju sína. Svipuð niðurstaða virðist hafa fengist á hinum Norðurlönd- unum þar sem ekki var hægt að greina í rýnihópum að form- legt mat færi fram né að ráðþegar væru virkir þátttakendur í stefnumótun og þróun þjónustunnar. Næsta skref í rannsókninni er að vinna úr spurninga- könnun sem send var fullorðnum ráðþegum á Norðurlöndum þar sem beðið var um álit notenda á þjónustu náms- og starfsráðgjafar. Spurningalistinn var lagður samtímis fyrir í samstarfslöndunum og er von á fyrstu niðurstöðum í nóvem- ber á þessu ári. Spurt var um ánægju ráðþega og hvað þeim fyndist þeir fá út úr ráðgjöfinni. Einnig var spurt um mat og hvort ráðþegar hefðu fengið tækifæri til að meta þjónustuna svo og hvort ráðþegum þætti mikilvægt eða ekki að fá tæki- færi til þess. Nauðsynlegt er að taka fram að erfitt er að alhæfa um niðurstöður rýnihópa og því verður áhugavert að sjá hvort spurningakönnun sem send var til 1.600 notenda þjónust- unnar á Íslandi muni leiða svipaða niðurstöðu í ljós og greint hefur verið frá hér að ofan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.