Gátt - 2010, Síða 56

Gátt - 2010, Síða 56
56 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Þ I T T V A L – Þ Í N L E I Ð N á M S - o g S T A R F S R á Ð g j Ö F F Y R I R S j ó M E N N Ráðgjafarverkefnið ÞITT VAL – ÞÍN LEIÐ, náms­ og starfsráðgjöf á vinnustað hefur verið í gangi frá árinu 2006. Náms­ og starfsráðgjafar á símenntunarmiðstöðvum um land allt hafa farið á vinnustaði og boðið upp á ráðgjöf um nám og störf. Nokkuð vel hefur gengið að ná til fólks en þó hefur einn hópur skorið sig úr hvað þetta varðar. Erfitt hefur reynst að ná til sjómanna og má segja að sá hópur hafi nokkurn veginn verið utan þessa verkefnis. Ástæður þessa má rekja að hluta til þess hve óaðgengilegur vinnustaður þeirra er. Ljóst var því að beita þyrfti öðrum aðferðum til að ná til sjómanna. SóLRúN bERgÞóRSdóTTIR Sólrún Bergþórsdóttir R á Ð g j A F A R - K Y N N I N g U M b o R Ð Í b á T I N N Í upphafi árs 2009 hóf ég vinnu að mynddiski þar sem náms- og starfsráðgjöf á vinnustað er kynnt sjómönnum. Diskurinn fékk nafnið Þitt val – Þín leið, náms- og starfsráðgjöf fyrir sjómenn og lauk vinnu við hann í apríl 2010. Hugmyndin að baki þessu var sú að með því að færa kynninguna á vinnustað sjómanna, þar sem þeir gætu horft á hana í ró og næði, myndu líkur aukast á því að þeir nýttu sér þessa þjónustu. Fræðslusjóður sjómanna, Sjómennt, styrkti gerð þessa verkefnis ásamt Fræðslumið- stöð atvinnulífsins, LÍÚ og Visku – Fræðslu- og símenntunar- miðstöð Vestmannaeyja. M A R K M I Ð V E R K E F N I S I N S Tilgangur kynningarinnar er margþættur. Vakin er athygli sjómanna á þeirri náms- og starfsráðgjöf sem þeim stendur til boða án endurgjalds á öllum fræðslu- og símenntunar- miðstöðvum landsins. Bæði er farið yfir hlutverk náms- og starfsráðgjafa og þá þjónustu sem þeir veita. Einnig eru upp- lýsingar veittar um staðsetningu símenntunarmiðstöðva um landið þannig að sjómenn ættu að geta pantað ráðgjöf þar sem þeir landa hverju sinni. Í kynningunni eru sjómenn hvattir til þess að huga að sínum starfsferli og skoða námsmöguleika því miklar breyt- ingar hafa orðið í sjómennskunni í gegnum tíðina. Bátarnir hafa sífellt orðið stærri og tæknivæddari og hefur það leitt af sér að kröfur til sjómanna hvað varðar þekkingu og færni hafa aukist stöðugt. Menn þurfa því í auknum mæli að huga að því að viðhalda kunnáttu sinni og réttindum til þess að halda stöðu sinni á sjó. Á disknum er jafnframt vakin athygli á að möguleikar til náms eru margvíslegir í dag. Í starfi mínu sem náms- og starfsráðgjafi hjá Visku – Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hef ég orðið áþreifanlega vör við að sjómenn eru ekki mjög meðvitaðir um þá námsmöguleika sem eru í boði í dag. Margir virðast ekki gera sér grein fyrir að það sé mögulegt að stunda nám með sjómannsstarfi og að í boði séu ýmiss konar náms- styrkir. Vinnufyrirkomulag á meðal sjómanna á vissulega sinn þátt í þessu. Algengt er í dag að túrar séu langir þar sem einangrun getur orðið mikil því ekki er hægt að vera í net- og símasambandi á öllum miðum. Löndunarstopp eru mjög stutt og frí oft á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Þetta leiðir af sér að sjómenn hafa oft takmarkaða yfirsýn yfir það sem er í gangi í landi. Í kynningunni eru viðtöl við sjómenn sem hafa farið í nám samhliða störfum sínum. Þar segja þeir frá sínum kringumstæðum, hvernig námið hafi gengið og stöðu sinni í dag. Einnig er fræðslusjóður sjómanna, Sjómennt, kynntur. Að auki er viðtal vð sjómann sem varð að hætta störfum á sjó vegna veikinda. Starfsaðstæður sjómanna í dag eru vissulega mun betri en áður fyrr. Samt sem áður er þetta erfiðisvinna sem getur haft ákveðnar hættur í för með sér. Þegar menn hafa neyðst til að fara í land vegna slysa eða veikinda hafa margir lent í vanda í atvinnuleit sinni því að færni þeirra og reynsla af sjónum er oftar en ekki vanmetin. Í þessu viðtali segir sjómaðurinn frá erfiðleikum við atvinnuleit í landi og þeim lausnum sem hann fann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.