Gátt - 2010, Qupperneq 59

Gátt - 2010, Qupperneq 59
59 R á Ð g j Ö F o g R A U N F Æ R N I M A T g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 tækjum gefi góða mynd af þekkingu þess sem fer í mat. Færnimappa, sjálfsmat og matssamtal virðist því í flestum tilvikum nægja til að meta stöðu viðkomandi. Ekki reynist þörf á að viðkomandi sýni fram á þekkingu sína með fram- kvæmd nema í undantekningartilvikum. Í mörgum tilvikum er þó farið að blanda saman samtali og framkvæmd, þ.e. hlutir sem tengjast starfsgreininni eru til staðar þegar sam- talið fer fram og matsþegar m.a. beðnir um að sýna beitingu verkfæra eða tækja. Við framkvæmd raunfærnimats í nýjum greinum hefur þörfin fyrir ný verkfæri komið í ljós. Í auknum mæli er farið að meta það sem við í daglegu tali nefnum persónulega færni. Þar nýtist vel sú reynsla sem varð til við þátttöku FA í Evrópu- verkefninu „Value of work“ sem á Íslandi snerist um að meta raunfærni þjónustufulltrúa í bönkum. Þar fólust færniviðmið að hluta til í persónulegri færni. Hér á eftir eru nokkur dæmi um verkfæri sem verið er að vinna með, sum þeirra hafa verið notuð áður en önnur eru ný af nálinni. S K I M U N Markmiðið með skimun er að auðvelda greiningu á því hverjir eiga erindi í raunfærnimat í viðkomandi starfsgrein. Skimun fer fram í fyrsta viðtali hjá ráðgjafa og byggist á almennum spurn- ingum sem tengjast því raunfærnimati sem fyrirhugað er. Gögnum úr skimun er bætt við framlögð gögn um starfs- reynslu og aldur. Skimun gerir þær kröfur til ráðgjafa að hann kynni sér lauslega þau færniviðmið sem miðað verður við í raunfærnimatinu og geti í framhaldi af skimun og skoðun gagna ráðlagt viðkomandi um hvort hann eigi erindi í raun- færnimat. Ráðgjafi verður þó í öllum tilvikum ráðgefandi en fer aldrei í hlutverk matsaðila. R A U N d Æ M I Með aukinni áherslu á að meta persónulega færni hefur notkun raundæma færst í vöxt. Raundæmi felast í lýsingu á aðstæðum þar sem viðkomandi þarf að lýsa og útskýra viðbrögð sín og hvaða lausnum hann sjái fram á að geta beitt. Raundæmi þurfa að vera sveigjanleg og þó dæmið um erfiðan viðskiptavin geti átt við í öllum þjónustugreinum þarf að aðlaga dæmin þeim aðstæðum sem eiga við í hvert skipti. Því hefur í stöku verkefnum verið búinn til grunnur að raundæmum sem matsaðilar sjá síðan um að breyta eftir þörfum þeirra sem koma í mat. Raundæmi nýtast vel sem tæki til að meta bæði faglega þekkingu og persónulega færni. Einn helsti kostur þeirra er að hægt er fá mynd af þekkingu á báðum sviðum með sama raundæminu. M Y N d I R Myndir geta verið mjög lýsandi fyrir aðstæður. Þær nýtast því vel sem hjálpartæki í raunfærnimati, bæði til að lýsa hlutum sem vel eru gerðir og því hvað betur mætti fara. Til dæmis getur mynd úr matvöruverslun verið tæki sem nýtist til að styðja við umræður eða raundæmi. Einnig eru myndir notaðar til að kanna orðaforða í erlendum málum og hjálpartæki til að kanna þekkingu á vörum og merkingum á vörum. V I N N U S T A Ð A H E I M S ó K N I R Gert er ráð fyrir að hluti af raunfærnimati í Verslunarfagnámi (verkefni í þróun hjá FA, Mími, Visku og Símey í samstarfi við Fagráð verslunar- og þjónustugreina) fari fram með vett- vangsheimsóknum í verslanir. Markmiðið með þessum vett- vangsheimsóknum er að tengja samtal matsaðila og þess sem er í mati við daglegar aðstæður í vinnu. Þannig er vonast til að samtalið verði innihaldsríkara og auðveldi þeim sem fer í mat að koma þekkingu sinni á framfæri. F o R M T I L A Ð S K R á N I Ð U R S T Ö Ð U M A T S A Ð I L A Raunfærnimat hefur öðlast lagastoð með nýjum lögum um framhaldsfræðslu. Þar með eykst krafan á matsaðila að halda til haga niðurstöðum um árangur einstaklinga. Réttur ein- staklings til að fá rökstuðning fyrir niðurstöðum er ótvíræður og mikilvægt að auðvelda matsaðilum að halda utan um gögn. Því er verið að gera prófanir með töflu í töflureikni þar sem mismundi vægi er lagt á einstaka þætti. Eftir raunfærni-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.