Gátt - 2010, Qupperneq 74

Gátt - 2010, Qupperneq 74
74 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 S é R S N I Ð I N R á Ð g j Ö F T I L A Ð M Æ T A F j Ö L b R E Y T I L E I K A Starfmennt lánar ráðgjafa til stofnana í tímabundin og skýrt afmörkuð verkefni og þá ýmist með þeim hætti að semja við sjálfstætt starfandi sérfræðinga eða nýta eigin mannskap til vinnunnar. Fjölbreytileiki verkefna er mikill þar sem staða mannauðsmála er ólík frá einni stofnun til annarrar milli stofnana og því þurfa ráðgjafar að hafa tilhlýðilegan bak- grunn og sérsníða nálgun sína. Starfsmennt hefur greiðan aðgang að neti sérfræðinga um allt land sem geta tekið að sér ráðgjöf eða kennslu ýmist á vinnustað eða í samstarfi við skóla og fræðsluaðila. Þetta faglega samstarfsnet tryggir bæði snerpu og sveigjanleika í þjónustunni en kallar um leið á nauðsynlega eftirfylgni þar sem gengið er úr skugga um að vinnan sem innt er af hendi sé sú sem um var samið. Starfsmennt leitar því alltaf að heppilegasta ráðgjafanum í hvert verkefni og getur þá verið um að ræða mannauðsráð- gjafa, vinnusálfræðing, náms- og starfsráðgjafa, félagsráð- gjafa eða aðra sérfræðinga. Leitin að besta ráðgjafanum fer vitaskuld alltaf fram í samstarfi við verkbeiðanda. Í þeirri vinnu er lögð áhersla á að ráðgjafinn hafi þekkingu og reynslu af störfum og vinnumarkaði ásamt innsýn í sérstöðu starfsum- hverfis ríkisstofnana. Ráðgjafinn á því að geta veitt ráðgjöf sem nýtist vinnustaðnum og skilið aðstæður og vandamál sem glímt er við. Traustur bakgrunnur eykur trúverðugleika ráð- gjafans og stuðlar að skilvirkara starfi þar sem niðurstöður ráð- gjafarinnar eiga að verða sem fyrst sýnilegar í starfi stofnana. S A M N I N g U R U M F A g M E N N S K U o g g Æ Ð I Hvort sem ráðgjafinn er starfsmaður Starfsmenntar eða kemur utan frá þá gilda sömu kröfur um vinnu hans varðandi fagmennsku og mat. Starfsmennt gerir samning við ráðgjaf- ann þar sem markmið verkefnisins eru skilgreind og getið um tímalengd, afurð og greiðslur. Þar er einnig gerð grein fyrir hlutverki stofnunar til að greiða leið ráðgjafans að starfsfólki, aðföngum og gögnum. Tímalengd ráðgjafarinnar er misjöfn en algengur tími er um 45 klukkustundir sem ýmist eru unnar á vinnustað eða í samstarfs- og stýrihópum. Starfsmennt kostar vinnu ráðgjafans að því gefnu að hún nýtist félagsmönnum aðildarfélaganna og áskilur sér alltaf rétt til að yfirfæra niðurstöður verkefna á aðrar stofnanir eða starfsstéttir. Þannig er tryggt að góðar hugmyndir og nýjar aðferðir nýtist fleiri en einni stofnun um leið og byggður er upp þekkingargrunnur á þessu sviði. Það er til marks um gæði ráðgjafarinnar að algengt er að stofnanir sæki um fram- haldsvinnu ráðgjafans og er það oftast auðsótt mál þegar um stærri stofnanir er að ræða eða metnaðarfull verkefni. Hlut- verk ráðgjafans er ekki eingöngu að veita góð ráð og hand- leiða heldur að vinna á vettvangi með bæði starfsmönnum og stjórnendum. Ráðgjafinn tekur þátt í hinni eiginlegu vinnu og sést oft við skriftir því afurð verkefnanna á að komast sem fyrst til framkvæmda. T R ú N A Ð U R o g Þ R ó U N Þ j ó N U S T - U N N A R Ráðgjafinn skrifar undir trúnaðaryfirlýsingu um þær upplýs- ingar sem hann fær í vinnu sinni hjá stofnunum en hann má þó setja vitneskju sína fram á almennan hátt. Bæði Starfs- mennt og viðkomandi stofnun eiga afurðir ráðgjafarinnar og auk þess fær Starfsmennt samantekt á meginniðurstöðum verkefnisins. Þær nýtast oft til að betrumbæta þjónustuna eða yfirfæra góðar hugmyndir á annað umhverfi. Á löngum tíma hefur því safnast saman mikil þekking um þróun þjón- ustunnar, kosti og galla sem nýtt eru til að ákveða næstu skref. Við blasir að brýnt er að efla mannauðsþjónustuna enn frekar og mynda enn sterkari tengsl við stofnanir um leið og tekið er á því sem miður hefur farið og það styrkt sem vel hefur verið gert. Símenntun, starfsþróun og stýring mann- auðsmála eru þau svið sem halda þarf áfram að efla og leita leiða til að raungera á vinnustað. Það er hagur allra, bæði starfsmanna og stjórnenda en ekki síður í þágu framtíðar- uppbyggingar á starfshæfni. á V I N N I N g U R o g á S K o R A N I R Árangur af starfi ráðgjafanna hefur í flestum tilfellum reynst góður og mörg umbótaverkefni hafa litið dagsins ljós. Afurðir verkefnanna hafa til dæmis verið heildstæðar starfstengdar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.