Gátt - 2010, Qupperneq 109

Gátt - 2010, Qupperneq 109
109 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Haldnir voru fjórir fræðslu- og samráðsfundir með náms- og starfsráðgjöfum í samstarfsneti FA á sl. ári. Á þeim var m.a. fjallað um samstarf við Vinnumálastofnun vegna ráðgjafar fyrir atvinnuleitendur, samstarfssamning Vinnu- málastofnunar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Kvasis vegna ráðgjafarþjónustu, Menntatorg, upplýsingaveitu fyrir atvinnuleitendur. Þá var farið yfir reynsluna af samstarfinu við Vinnumálastofnun og þá umgjörð sem því fylgir. Síðasti fundurinn hófst á hópeflisverkefni og myndband um ráðgjöf fyrir sjómenn var kynnt og að lokum var farið yfir skráningu upplýsinga úr ráðgjöfinni. Samstarf við Vinnumálastofnun Vegna aukins atvinnuleysis í samfélaginu og þörf á auknu samstarfi í þágu atvinnuleitenda hófst þróun samstarfs FA og Vinnumálastofnunar (VMST) haustið 2009. Samstarfið fór formlega í gang í nóvember 2009. Það gengur út á að ráðgjafar á vegum samstarfsaðila FA leggi VMST lið í því að þjónusta atvinnuleitendur og leiðbeina þeim við færniþróun. VMST beinir mánaðarlega ákveðnum hópi í ráðgjöf til sam- starfsaðila FA á hverju svæði fyrir sig, skilgreindum eftir lengd atvinnuleysis og menntun. Ráðgjafarnir starfa í umboði VMST í því skyni að beina einstaklingum í skylduvirkni. Þetta verkefni er unnið samhliða áframhaldandi heimsóknum á vinnustaði og í stofnanir með viðtölum í kjölfarið á kynn- ingarfundum eftir hefðbundinni nálgun ráðgjafanets FA. Reynslugreiningar hafa verið gerðar á samstarfinu á fræðslufundum og niðurstöður nýttar til úrbóta í samvinnu við VMST. Þróunarstarf Áherslur í þróunarstarfinu á árinu tengdust að miklu leyti sam- starfinu við Vinnumálastofnun og upplýsingum um vinnulag í því samhengi. Unnið er að skimunarlistum til notkunar í við- tölum með atvinnuleitendum í samstarfi við VIRK starfsend- urhæfingarsjóð. Einnig er FA í samstarfi við Sérfræðisetur um ævilanga náms- og starfsráðgjöf (SAENS) varðandi rannsókn um áhrif ráðgjafar og rödd notenda í ráðgjöf. Rannsóknin er styrkt af Norrænu tengslaneti í fullorðinsfræðslu og unnin af sérfræðingahópi frá öllum Norðurlöndunum. FA hefur komið að gerð spurningalista og haft umsjón með söfnun netfanga notenda þjónustunnar sem býðst að taka þátt í rannsókninni. Þá hefur FA einnig haldið utan um umræðu um þróun gagna- grunns með upplýsingum um nám og störf í samstarfi við SAENS og HÍ. FA á fulltrúa í tengslaneti NVL um ráðgjöf fyrir full- orðna. 2.4 Kennslufræðinámskeið og ráðgjöf Í þjónustusamningi er kveðið á um að þróa skuli aðferðir í fullorðinsfræðslu og starfsmenntun með sérstakri áherslu á markhópinn og miðla sérfræðiþekkingu með ráðgjöf og kennslu. Þessu er sinnt með þróunarstarfi í samstarfi við ýmsa aðila, námskeiðahaldi fyrir samstarfsaðila, fræðslu- fundum, ráðgjöf og kynningu á vef og í Gátt. Stiklur eru kennslufræðinámskeið sem hafa verið í boði frá upphafi starfsemi FA. Þau eru blanda af fræðilegum þáttum og hagnýtum æfingum og tengingum þar sem komið er til móts við fjölbreyttan hóp kennara og leiðbeinenda með mjög mismunandi bakgrunn. Á tímabilinu voru haldin 11 kennslufræðinámskeið og fræðslufundir fyrir 269 þátt- takendur, samtals 1.184 nemendastundir. Áfram var unnið að því að þróa aðferðir, tæki og gögn um kennslufræði full orðinna með þarfir markhóps FA að leið- arljósi. Nokkur ný námskeið og/eða námsefni fyrir þau var þróað í samræmi við óskir og ábendingar samstarfsaðilanna. Efni þeirra er um „erfiða nemendur“, fjölbreytilegt námsmat í fullorðinsfræðslu, lykilhæfniþætti og viðmiðaramma Evr- ópusambandsins (Key competences og EQF), samskiptavefi og aðra tækni sem nýtist okkar markhópi í námi. Nú þegar er búið að fella efni um þessa þætti inn í þau námskeið og fræðslufundi sem samstarfsaðilum FA standa til boða. Í þróun er efni um grunnleikni (basic skills) með áherslu á leiðir til að aðstoða fólk í læsisvanda í námi sínu. Nú eru í boði 13 námskeið sem eru 7 kennslustundir hvert en má raða saman með mismunandi hætti eftir óskum sam- starfsaðila. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vef FA, www.frae.is, undir flipanum kennslufræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.