Gátt - 2013, Side 100

Gátt - 2013, Side 100
100 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Meginástæða þess að ákveðið var að hrinda verkefninu af stað er þörf fyrirtækisins fyrir iðnmenntað fólk. Oft og tíðum er erfitt að fá iðnmenntað fólk til starfa svo sem ein- staklinga með stálsmíði, málmsuðu, menntun í rennismíði, vélvirkjun, rafvirkjun og rafeindavirkjun. Markmiðið er jafnframt að hvetja og styrkja starfsmenn til frekara náms og gefa þeim færi á efla starfshæfni sína. Gerð námsskrárinnar, uppbygging skólans og markviss upp- bygging á færni starfsfólksins má einnig líta á sem þátttöku fyrirtækisins við að mæta þörfum atvinnulífsins á iðnmennt- uðu fólki. Kennslan mun að stórum hluta fara fram í vinnu- tíma starfsmannsins. Ö N N U R S T A R F S T E N G D F R Æ Ð S L A O G Þ J Á L F U N H J Á M A R E L Það er löng hefð fyrir þjálfun og stefnumiðaðri fræðslu hjá Marel. Mikil áhersla hefur verið lögð á markvissa þjálfun tengda sölu svo og þjálfun einstaklinga sem sinna þjónustu við tækin hjá viðskiptavinum. Unnið er sértækt með þessa tvo hópa með góðu framboði af námskeiðum á sviði sölu og þjónustu, með þjálfun í ferlum, iðnaði og vörum. Þjálfun annarra starfahópa, t.d. hönnuða, forritara, verkefnastjóra, einstaklingsfræðsla, nýliðaþjálfun og stjórnendaþjálfun er miðlægt stýrt á hverri starfsstöð fyrir sig. Grunnfræðsla er þjálfun sem gert er ráð fyrir að allt starfsfólk hafi aðgang að. Þar má telja nýliðaþjálfun, öryggisþjálfun og skyndihjálp, enskuþjálfun, íslensku fyrir erlent starfsfólk, grunnþjálfun í upplýsingatækni o.fl. Hvatt er til raunfærnimats og innan framleiðslunnar er mentor-kerfi og mentorar fá sértæka þjálfun til að sinna því hlutverki. Marel er einnig í samstarfi • Kynning • Námstækni • Samskipti á vinnustað • Enska • Stærðfræði • Íslenska • Tölvu- og upplýsingatækni • Grunnteikning • Öryggismál • Rafeindavörur • Efnisfræði • Vöruþekking • Gæðamál • Framleiðslufræði • TIG suða • Tölvustýrðar vélar • Mat á námi við háskóla og sérskóla, t.d. Fisktækniskóla Íslands um upp- byggingu sértæks Marel-tæknináms. F R A M T Í Ð A R S Ý N Í Þ J Á L F U N M A R E L Með stækkun fyrirtækisins og samruna við fyrirtæki erlendis er í auknum mæli unnið að samræmingu verkferla og upp- byggingu þjálfunarframboðs þvert á samsteypuna í öllum þeim löndum sem Marel starfar í. Framleiðsluskólinn getur orðið fyrirmynd í þeim efnum en framtíðarsýnin fyrir Fram- leiðsluskólan n er að öll þjálfun og námskeið sem býðst í framleiðslunni sé hýst þar. Samræming þjálfunarframboðs gengur vel á sviði sölu og þjónustu en fyrir aðra starfahópa er vinnan skemur á veg komin. Það er bæði hagkvæmara og árangursríkara að þjálfun sé stefnumiðuð fyrir alla starfa- hópa. Slíkt verkefni er bæði spennandi en jafnframt mikil áskorun fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki eins og Marel er í dag. U M H Ö F U N D I N N Sigríður Þrúður Stefánsdóttir er með BA (Honours) -próf í ferðamálafræði og stjórnun, MS-próf í stjórnun, stefnumótun og mannauðsstjórnun. Sigríður Þrúður starfar einnig sem markþjálfi og er með með réttindi sem CEFTP Executive Coach. Sigríður Þrúður hefur langa reynslu af mannauðs- ráðgjöf og fræðslumálum, hún starfaði sem Forstöðumaður Ferðamálaskólans í Kópavogi í áratug og hefur kennt og starfað sem ráðgjafi fyrir ferðaþjónustuna. Hún hefur starfað sem skólastjórnandi í framhaldsskóla, starfsmannastjóri og kennt á framhaldsskólastigi og í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík og við Opna háskólann. Sigríður hefur einnig starfað sem ráðgjafi í mannauðs- og fræðslumálum á vegum HRM rannsóknar og ráðgjafar. Í starfi sínu hjá Marel leiðir Sigríður Þrúður fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk Marel á Íslandi og er ráðgefandi við stjórnenendur á sviði mann- auðs- og fræðslumála bæði á Íslandi og erlendis. Námskrá: Efling verkfærni í málm- og tæknigreinum 80 klst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.