Gátt - 2013, Qupperneq 100
100
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
Meginástæða þess að ákveðið var að hrinda verkefninu
af stað er þörf fyrirtækisins fyrir iðnmenntað fólk. Oft og
tíðum er erfitt að fá iðnmenntað fólk til starfa svo sem ein-
staklinga með stálsmíði, málmsuðu, menntun í rennismíði,
vélvirkjun, rafvirkjun og rafeindavirkjun.
Markmiðið er jafnframt að hvetja og styrkja starfsmenn
til frekara náms og gefa þeim færi á efla starfshæfni sína.
Gerð námsskrárinnar, uppbygging skólans og markviss upp-
bygging á færni starfsfólksins má einnig líta á sem þátttöku
fyrirtækisins við að mæta þörfum atvinnulífsins á iðnmennt-
uðu fólki. Kennslan mun að stórum hluta fara fram í vinnu-
tíma starfsmannsins.
Ö N N U R S T A R F S T E N G D F R Æ Ð S L A
O G Þ J Á L F U N H J Á M A R E L
Það er löng hefð fyrir þjálfun og stefnumiðaðri fræðslu hjá
Marel. Mikil áhersla hefur verið lögð á markvissa þjálfun
tengda sölu svo og þjálfun einstaklinga sem sinna þjónustu
við tækin hjá viðskiptavinum. Unnið er sértækt með þessa
tvo hópa með góðu framboði af námskeiðum á sviði sölu
og þjónustu, með þjálfun í ferlum, iðnaði og vörum. Þjálfun
annarra starfahópa, t.d. hönnuða, forritara, verkefnastjóra,
einstaklingsfræðsla, nýliðaþjálfun og stjórnendaþjálfun er
miðlægt stýrt á hverri starfsstöð fyrir sig. Grunnfræðsla er
þjálfun sem gert er ráð fyrir að allt starfsfólk hafi aðgang
að. Þar má telja nýliðaþjálfun, öryggisþjálfun og skyndihjálp,
enskuþjálfun, íslensku fyrir erlent starfsfólk, grunnþjálfun í
upplýsingatækni o.fl. Hvatt er til raunfærnimats og innan
framleiðslunnar er mentor-kerfi og mentorar fá sértæka
þjálfun til að sinna því hlutverki. Marel er einnig í samstarfi
• Kynning
• Námstækni
• Samskipti á vinnustað
• Enska
• Stærðfræði
• Íslenska
• Tölvu- og upplýsingatækni
• Grunnteikning
• Öryggismál
• Rafeindavörur
• Efnisfræði
• Vöruþekking
• Gæðamál
• Framleiðslufræði
• TIG suða
• Tölvustýrðar vélar
• Mat á námi
við háskóla og sérskóla, t.d. Fisktækniskóla Íslands um upp-
byggingu sértæks Marel-tæknináms.
F R A M T Í Ð A R S Ý N Í Þ J Á L F U N M A R E L
Með stækkun fyrirtækisins og samruna við fyrirtæki erlendis
er í auknum mæli unnið að samræmingu verkferla og upp-
byggingu þjálfunarframboðs þvert á samsteypuna í öllum
þeim löndum sem Marel starfar í. Framleiðsluskólinn getur
orðið fyrirmynd í þeim efnum en framtíðarsýnin fyrir Fram-
leiðsluskólan n er að öll þjálfun og námskeið sem býðst í
framleiðslunni sé hýst þar. Samræming þjálfunarframboðs
gengur vel á sviði sölu og þjónustu en fyrir aðra starfahópa
er vinnan skemur á veg komin. Það er bæði hagkvæmara
og árangursríkara að þjálfun sé stefnumiðuð fyrir alla starfa-
hópa. Slíkt verkefni er bæði spennandi en jafnframt mikil
áskorun fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki eins og Marel er í dag.
U M H Ö F U N D I N N
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir er með BA (Honours) -próf í
ferðamálafræði og stjórnun, MS-próf í stjórnun, stefnumótun
og mannauðsstjórnun. Sigríður Þrúður starfar einnig sem
markþjálfi og er með með réttindi sem CEFTP Executive
Coach. Sigríður Þrúður hefur langa reynslu af mannauðs-
ráðgjöf og fræðslumálum, hún starfaði sem Forstöðumaður
Ferðamálaskólans í Kópavogi í áratug og hefur kennt og
starfað sem ráðgjafi fyrir ferðaþjónustuna. Hún hefur starfað
sem skólastjórnandi í framhaldsskóla, starfsmannastjóri
og kennt á framhaldsskólastigi og í mannauðsstjórnun við
Háskólann í Reykjavík og við Opna háskólann. Sigríður hefur
einnig starfað sem ráðgjafi í mannauðs- og fræðslumálum á
vegum HRM rannsóknar og ráðgjafar. Í starfi sínu hjá Marel
leiðir Sigríður Þrúður fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk Marel
á Íslandi og er ráðgefandi við stjórnenendur á sviði mann-
auðs- og fræðslumála bæði á Íslandi og erlendis.
Námskrá: Efling verkfærni í málm- og tæknigreinum
80 klst