Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 62

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 62
58 LÆKNANBMINN- fer forstöðumaður lyflæknisdeild- ar skólans og jafrtframt yfirlækn- ir lyflæknisdeiidar Massachusetts General HOspital. í greinargerð, sem hann skrifaði í Harvard Medlcal Alumni Bulletin vorið 1968, um hið nýja kennslukerfi, segir hann eftirfarandi (lauslega þýtt): „Tilgangur hins nýja kennslu- kerfis á að vera: 1. Að veita nemendum meira valfrelsi í náminu, sem byggist á því, að þeir hafa mismunandi und- irbúning, áhugamál og framtíðar- áætlanir í starfi sínu Sem læknar. 2. Að venja nemendurna við sjálfstæða hugsun og vísinda- mennsku, sem tryggir stöðuga leit þeirra að nýrri þekkingu, eftir að skólanáminu lýkur. Til þess að ná þessu markmiði virðast eftirfarandi ráðstafanir nauðsynlegar: 1. Minnka verður þurra fræðslu og utanbókarlærdóm og jafnframt verði nemendum veittur meiri tími til lesturs, umræðna og sjálf- stæðra hugsana. 2. Skyldunámsgreinar verði styttar og jafnframt verði þær kenndar með náinni samvinnu deilda skólans. 3. Frjálst val námsgreina auk- ist á hverju ári, svo að nemendur geti rannsakað einstök viðfangs- efni nánar innan veggja einstakra deilda. 4. Blandað verði saman grunn- greinum, sálfræði og þjóðfélags- fræði og klíniskum greinum í öllu náminu, þannig að nemandinn skilji, á hvei'n hátt klínisku grein- arnar byggjast á hinum fyrri. 5. Viðhalda verður þeirri köllnn nemendanna að hjálpa sjúkum með því að byggja hluta kennsl- unnar á sjúklingum frá. upphaf i. Meðlimir læknadeildar Harvard- háskóla hafa samþykkt eftirfar- andi: 1. Nemendur, sem þegar hafa fengið nægilega kennslu í einni eða fleiri grunngreinanna, mega í stað þeirra velja sér aðrar grein- ar eða önnur svið greinarlnnar en skyldunámið felur í sér. 2. Ekki er nauðsynlegt, að allir nemendur fái sams konar læknis- menntun, þegar þeir hafa ólík áhugamál og ætla sér ólíkar starfsgreinar í framtíðinni. 3. Á hverju ári skulu nemendur geta valið sér námsgreinar með aðstoð kennaranna. 4. Haga skal námi með sérstökum hætti fyrir þá nemendur, sem ætla sér vísindastörf eingöngu í fram- tíðinni. 5. Ekki er nauðsynlegt fyrir alla nemendur að fá kennslu í öllum kílnisku greinunum. 6. Aukin skal kennsla í sálfræði og þjóðfélagsfræði. 7. Gefa skal út reglur um kennslu til leiðbeiningar einstök- um deildum skólans. 8. Nemendur skulu hafa liynni af sjúklingum fyrr í náminu en áð- ur. 9. Sérstakur hópur skal hafa það að verkefni að athuga kennslu- tækni í þeim tilgangi að bæta kennsluna. 10. Það er skylda allra kennara deildarinnar sem heildar að finna lientugar aðferðir til þess að meta kennslugreinar og bæta þær, ef þörf er talin.“ Eins og sjá má á töflu I, er töluverður hluti námsins við Har- vard vaLfrjáls og þar með allt f jórða og síðasta árið. Einnig sést, a'ð grunngreinarnar hafa verið dregnar saman í tvær heildir ,ann- ars vegar líffræði frumunnar og hins vegar líffræði mannslíkam- ans, Töflur II og III sýna skipt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.