Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Síða 9

Læknaneminn - 01.12.1974, Síða 9
Um dauðann Á síðastliðnu sumri flutti Magnús Asmundsson lœknir erindi fyrir starfsfólk lyfjadeildar F. S. A., er fjall- aði um dauðann og deyjandi sjúklínga. Byggði Magnús erindið að mestu á bók eftir Elizabeth Kilbler-Rose, en hún er lœknir að mennt og starfar í Bandaríkjunum. Heiti bókarinnar er „On Death and Dying“. Ritstjórn Lœknanemans frjetti af ágœti orða Magnúsar og fullviss þess að þau œttu erindi til flestra, fór hún fram á að liann byggi erindið til prentunar og það yrði svo birt í Læknanemanum. Brást hann við af stakri Ijúfmennsku og þakkar ritstjórn ómak og velvild. Haustið 1965 fengu 4 bandarískir guðfræðinem- ar það verkefni að kynna sér viðhorf og hugsanir deyjandi fólks. Þeir leituðu þá til höfundar bókar- innar, sem er geðlæknir við stóran spítala, og var ákveðið að tala við einhvern deyjandi sjúkling og kynna sér viðhorf hans gagnvart dauðanum og hin sérstöku vandamál hans og ræða síðan niðurstöð- urnar. En þegar til átti að taka reyndist ómögulegt að fá nokkurn sjúkling. Allir læknar spítalans neit- uðu, að nokkur af þeirra skjólstæðingum tæki þátt í slíku samstarfi. Loksins tókst þó að útvega sjúkling og samtalið fór fram. Smám saman hafa þessar vinnuaðferðir þróast og bókin lýsir árangri af 3ja ára starfi, þar sem talað var við 1 dauðvona sjúkling á viku. Læknir og sjúkl- ingur tala saman í litlu herbergi, en í næsta herbergi sitja áheyrendurnir, sem tóku þátt í námskeiðunum, en þeir voru allt að 59 talsins. A milli er spegill, þannig að áheyrendurnir sjá sjúldinginn og heyra í honum, en hann sér þá ekki. Samtölin eru tekin á segulband. Að viðtalinu loknu er rætt um sjúklinginn. Auk þess hefur höfundurinn talað í einrúmi við fjölda sjúklinga. Hugmyndin var að reyna að skilja sem best viðhorf og þarfir þessa fclks og reyna að kom- ast að raun um hvernig helst væri unnt að hjálpa því. I umræðunum, sem fóru fram á eftir viðtalinu, var ekki einungis reynt að komast að viðhorfum sjúklinganna, heldur voru líka viðbrögð áheyrend- anna rædd ítarlega, bæði hugsanir þeirra og tilfinn- ingar, og var reynt að draga ekkert undan. Margs konar ávinningur varð af þessum samtöl- um. Áheyrendurnir, sem voru ýmiss konar starfsfólk spítalans, skynjuðu smám saman, að dauðinn var ekki aðeins staðreynd sjúklingunum og raunveru- leiki, heldur Hka þeim sjálfum. Þeir vöndust smám saman að umgangast deyjandi fólk. Ýmislegt óvænt kom í ljós við samtölin. Mörgum áheyrendum varð þetta ofraun í fyrstu skiptin og þeir yfirgáfu fundinn í miðjum klíðum. Aðrir voru svo miður sín, að þeim varð um megn að ræða á- hrifin, sem þeir urðu fyrir. Sumir fylltust óvild í garð þátttakendanna eða læknisins, og óvildin gat jafnvel beinst gegn sjúklingnum sjálfum. Algengt var, að þátttakendurnir settu sig í spor sjúklinganna (,,identification“). Sérstaklega bar á því, ef þeir voru á sama aldri og sjúklingurinn og áttu við svip- uð vandamál að stríða. Smám saman varð hlustendahópurinn samstæð- ari, menn gerðu sér Ijóst, að ekkert var óleyfilegt í sambandi við umræðurnar. Þær urðu þá persónu- legri og úr þeim varð nokkurs konar hópmeðferð, þar sem margir sögðu hreinskilningslega frá vanda- málum sínum og leyndum hugsunum, sem vöknuðu við samtölin. Áheyrendurnir veittu þá hver öðrum tilfinningalegan stuðning og skilning. Stðar urðu þessi samtöl liður í námi lækna og hjúkrunarkvenna. LÆKNANEMINN 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.