Læknaneminn - 01.12.1974, Qupperneq 11

Læknaneminn - 01.12.1974, Qupperneq 11
lingur gæti t. d. sagt eftir aðgerð: „Guði sé lof, að þetta var ekki illkynjað.“ Þá ætti að svara eitthvað á þessa leið: „Ef það væri nú svo vel.“ Sjúklingnum hefur þá ekki verið sagt ósatt og hann glatar ekki trausti á lækninum, og er þá vís til að koma síðar og fá nánari upplýsingar. Eitt það versta, sem hægt er að gera nokkrum manni, er að tilgreina hvað hann eigi langt eftir ólif- að, hvað marga mánuði eða ár. Allar slíkar spár eru út í loftið, og þó svo væri ekki hefur það mjög slæm áhrif á sjúklingana að fá nákvæmlega ákveðinn frest. Ef um er að ræða fólk, sem þarf að gera ráðstaf- anir, t. d. út af efnahag, erfðaskrá eða fjölskyldu- málum, á frekar að ýta við þeim með almennu orða- lagi, t. d. með því að segja, að það sé skynsamlegt að ljúka slíku af sem fyrst, meðan heilsan og vinnu- þrekið er sæmilegt. Höfundur heldur því fram, að deyjandi sjúkling- ur gangi í gegnum ein 5 stig. Þau eru sýnd á mynd- inni. Fyrsta stigið: Afneitun Fyrstu viðbrögð flestra af þeim 200 sjúklingum, sem talað var við voru: „Nei, þetta getur ekki verið rétt, þetta getur ekki átt við mig.“ Ein kona fór langar krókaleiðir að neituninni. Hún hélt því fyrst fram, að röntgen-myndir hlytu að hafa ruglast eða vefjasýnin skolast til. Þegar svo reyndist ekki vera, fór hún af sjúkrahúsinu og leit- aði annars læknis í þeirri von að fá aðra skýringu á veikindum sínum. Sjúklingar nota slíka afneitun ekki einungis fyrst á sjúkdómsskeiðinu, heldur beita þeir hluta-neitun ípartial-denial) öðru hvoru allt veikindatímabilið. Það er engum fært að horfast samfellt í augu við dauðann. Það er hægt stund og stund, en ekki að staðaldri. Þetta eru eðlileg viðbrögð, og neitunin er varnartæki sálarinnar, nokkurs konar hlíf eða frí- holt. Hún ver fólk gagnvart vitneskju, sem annars myndi brjóta það niður, og gefur því frest til að safna kjarki og flýja á náðir annarra varna. Þessi afneitun þýðir alls ekki að sjúklingnum sé ekki hollt að ræða um dauða sinn síðar, en slík sam- töl eiga að fara fram á þeim tíma, sem hentar sjúk- lingnum, og þeim ber að hætta, ef sjúklingurinn get- ur ekki horfst í augu við staðreyndirnar. Höfundurinn álítur það heppilegast að tala við sjúklingana um dauðann þegar hann er í nokkurri fjarlægð, en ekki alveg á næsta leiti. Það er líka betra fyrir sjúklingana að tala um þessi mál við fjöl- skyldu sína á meðan þeir hafa nokkurn þrótt, áður en sjúkdómurinn brýtur jiá niður. Höfundurinn tekur ákveðinn sjúkling sem dæmi. Hjá honum var neitunin mjög ríkur þáttur. Þetta var 28 ára gömul kona með banvænan lifrarsjúkdóm. Stuttu áður en hún kom á spítalann var henni sagt, að hún væri með ólæknandi veikindi. Daginn eftir fór hún til andalæknis. Þegar hún kom heim var hún í eins konar vímuástandi. Hún sagðist hafa fengið dásamlega og yfirnáttúrulega lækningu og væri al- heilbrigð. Á sjúkrahúsinu sagði hún hverjum sem heyra vildi, að guð hefði læknað sig, og á köflum kærði hún sig kollótta um mataræðið, en það var mjög mikilvægt fyrir hana. Hjónaband hennar var ástlítið og í eitt skipti varð hún rugluð og fékk ofskynjanir. Henni þótti sem hún lægi i mjög fallegu herbergi, böðuð í blómum, sem eiginmaðurinn hefði sent henni. Svo liðu margar vikur og hún hagaði sér á svip- aðan hátt, en stuttu áður en hún dó kom höfundur bókarinnar til hennar. Hún hélt þá á konfektmola og sagði: „Þessi moli á eftir að drepa mig.“ Hún var þá alveg skýr og læknirinn hélt í höndina á henni. Hún sagði þá: „Þú hefur svo heitar hendur. Eg vona að þú verðir hjá mér þegar ég kólna meira og meira.“ Svo brosti hún skilningsríku brosi og skynjaði, að höfundurinn vissi, að hún hafði gefist upp við af- neitun sína. Síðan talaði hún um að sig langaði að búa til einhvern fallegan hlut til að gefa fjölskyld- unni til minningar um sig. Aðeins sólarhring síðar dó hún. Þetta var dæmi um sjúkling, sem notaði neitunina 3em varnartæki alveg fram til þess síðasta. Það þótti sjálfsagt að leyfa henni að vera í friði með neitun sína. Þessi kona átti erfiðan mann, sem augljóslega óskaði að dauðastríð hennar tæki sem stystan tíma og það gat hún ekki sætt sig við. Auðvitað vissi konan samt allt um sjúkdóminn. Hún hélt því fram, að hún væri alheilbrigð, en ósk- LÆKNANEMINN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.