Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Qupperneq 36

Læknaneminn - 01.12.1974, Qupperneq 36
Flestir sem fá einhvern bata af gervilyfjum, hafa það fram yfir aðra sjúklinga að svara raunveruleg- um lyfjum miklu betur. Sem dæmi má nefna að venjulegur morfínskammtur virkaði á 54% sjúk- linga, sem voru ónæmir fyrir gervilyfjum, en virk- aði aftur á móti á 95% af sjúklingum sem gervilyf virkuðu á. Trú lœknisins ú lyfinu Þótt furðulegt megi teljast, eru áhrif gervilyfja rúm 50%, hvort sem þau eru borin saman við mor- fín, aspirín eða darvon o. s. frv., ef tvíblinda aðferð- in er notuð við samanburðinn. Ahrif gervilyfja eru í réttu hlutfalli við trú lækn- isins og sjúklings á lyfjunum. Líkurnar á því að gervilyf hafi tilætluð áhrif aukast gífurlega, ef lækn- irinn segir það vera öflugt. Ef læknirinn segir hins vegar lyfið vera veikt, þá eru áhrifin næstum alltaf veik. Margir rannsóknamenn hafa komist að þeirri nið- urstöðu að um sefjun og svik við sjúklinginn sé að ræða. Nákvæmar rannsóknir, gerðar af Fredrich J. Evans, hafa ekki fundið neitt samband á milli sefj- unar og svika annars vegar og næmi fyrir gervi- lyfjum hins vegar. Samt verður að taka tillit til þeirra áhrifa sem útlit, umsögn um lyfið o. fl. hefur. Sem dæmi má nefna, að ein gervipilla gerir meira gagn en tvær og allra best er að fá gervilyfið sitt í sprautu, því að það sem er í sprautunum er svo gott og virkar svo fljótt. Litur og bragð lyfjanna hafa einnig áhrif. Allir vita, að góð lyf hafa vont bragð. Allir þessir þættir ráða trausti sjúklingsins á lyf- inu. Þessir þættir hafa þó ekki alltaf áhrif, enda eru áhrif gervilyfja alls ekki eingöngu komin undir þeim. Sœrðu hermennirnir Rannsóknir Henry Beechers á hermönnum, sem særðust í seinni heimsstyrjöldinni, leiddu í ljós, að aðeins % af alvarlega særðum hermönnum vildu lyf til að deyfa sársaukann. Hinir vildu ekki lyf. Sam- kvæmt Beecher voru hermennirnir svo fegnir að losna af vígvellinum, að þeir næstum þökkuðu fyrir sárin. Það voru þau, sem leystu þá undan þeim vandamálum, sem stríðið kallaði yfir þá. Þótt sárin væru mikil, fundu sumir til næstum fullkominnar vellíðunar. Beecher bar þá saman við venjulega borgarbúa, sem höfðu svipuð eða jafnvel minni sár. Borgarbú- arnir kröfðust kvalastillandi lyfja gegn hinum óþol- andi sársauka. Einkennandi var einnig, hve borgar- búar kviðu afleiðingum sára sinna. Niðurstaða Beechers kemur heim og saman við margar seinni rannsóknir, þ. e. sársauki er í réttu hlutfalli við áhyggjur og „stress“. Áhygyjur oy kvíði Tom McGlashan, Martin Orne og Frederich J- Evans gerðu tilraun, sem sýna átti fram á samband milli sársauka og sálarástands. Fengnir voru 24 stúd- entar sem sjálfboðaliðar. Notuðu þeir „Taylor Mani- fest Anxiety Scale“ og „Zuckerman Anxiety Check List“ til að kanna á hvaða stigi langvinnar áhyggj- ur voru, og einnig til að kanna ,,stress“ fyrir og eftir inntöku kvalaslillandi lyfja. Notaður var blóðþrýstingsmælir á þann hátt, að stúdentarnir settu á sig þrýstihólkinn og dældu lofti í hann þangað til að þeir þoldu ekki við af sársauka. Fyrst dældu stúdentarnir án þess að fá nokkurt lyf og svo aftur, eftir að þeir fengu gervilyf, sem þeir héldu að væri kvalastillandi lyf. Eins og við var að búast, urðu margir áhyggju- fyllri en aðrir og höfðu áhyggjur af því, hvort pill- an verkaði eður ei. Þessir einstaklingar með áhyggjurnar þoldu minni sársauka, eftir að þeir tóku lyfið. Hinir, sem settu traust sitt á lyfið og voru minna kvíðnir, þoldu meiri sársauka en áður. Með þessari tilraun telja þeir þremenningarnir sig hafa sýnt fram á, hve gífurleg áhrif það geti haft, að læknir segi sjúklingi sínum að hafa engar áhyggjur og slappa bara af, því að lyfið (eða með- ferðin í heild) muni leysa vandann. Því meiri trú sem læknirinn hefur á meðferðinni, því auðveldara á hann með að sannfæra sjúklinginn. llvers veyna yervilyf? Til hvers að nota gervilyf, ef önnur kvalastillandi lyf eru helmingi virkari? Hvers vegna ekki að nota alltaf sterku lyfin? Svarið veltur mikið á siðferði- 32 læknaneminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.