Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Page 41

Læknaneminn - 01.12.1974, Page 41
B. Frœðilega uppbyggingu eigin greinar. Atkvæði féllu þannig: Á fyrstu tveim árunum er haldið við hina fræðilegu hlið, á þriðja ári (mið- hluta) er farið bil beggja og í síð- asta hluta námsins er miðað við kvartanir og einkenni sjúklings- ins. 12. Hve margar kennslustundir hefur þú komið í hjá viðkomandi kennara? Það merkilega er (sbr. svör við 4. spurningu) að nemendur virð- ast mæta af stakri samviskusemi, sérstaklega þeir sem fara eftir nýju reglugerðinni, en hjá þeim er límasókn að meðaltali milli 75 og 100%. 13. Verkkennslan bælir upp fyrir- lestrana. 14. Verkkennslan hefur hagnýtt gildi. I öllum tilfellum nema tveim er yfirgnæfandí hluti stúdenta á- nægður með verklegu kennsluna. I þessum tveim tilvikum eru nær allir óánægðir. IS. Spurningar almennt um reynslu ntanna af hennslu á hlinishum námsheifíum 15-21. Hér var gefinn kostur á svörunum JÁ-MISJAFNT-NEI og spurt um hvort stúdentinn hafi fengið leiðbeiningar í skoðun, ýmsum handbrögðum o. s. frv. - Að sjálfsögðu kom út að reynsla manna er mjög misjöfn, enda fer hún alveg eftir hvaða deildir eiga í hlut, en um það var ekki spurt. Reyndar hefðu þessar spurningar verið betur komnar undir nöfnum Jreirra kennara sem viðskipti eru höfð við á spítaladeildunum. €. Almennt viðhorf til hennslu og ntims Meirihluti atkvæða féll sem hér segir: 22. Að kennsla í undirstöðu- greinum miðað við klíniskar greinar sé við hæfi. 23. Að fyrirlestrar eiga að vera jafnhliða klínisku námi á deild- um. 24. Að núverandi skiptingu námsins verði haldið í næstu framtíð. 25. Að námsálag sé hæfilegt. 26. Að falleinkunnir eru hæfi- legar. 27. Að próf eigi að vera bæði munnleg og skrifleg. Þó að skoðanakönnun þessi hafi mistekist að verulegu leyti, má þó draga af henni mikinn lær- dóm, og sá er stærstur að menn verða að íhuga betur fyrirfram hver ávinningurinn á að verða. Þetta brást nú og því hefur mik- illi vinnu verið á glæ kastað. 17. 11. 1974. Olafur Pétur Jakobsson. Það bar til í haust að ung stúlka, Erla Kristín Jónasdóttir, kom að máli við ritstjórann og bauðst til að gera atriða- og höfundaskrá yfir efni það sem birst hefur í Læknanemanum allt frá upphafi. Málavextir eru þeir að stúlkan er við nám í bókasafnsfræðum við H. í. og ætlar að hafa þetta sem próf- verkefni. Var ritnefnd ekki sein á sér að taka þessu kosta- boði og er meiningin að skráin komi sem fylgirit með blað- inu í vor. Kostnaður er ca. 50 þús. kr. Húsmóðir ein í Vesturbænum sem reyndar ans í hjáverk- um stundar nám í læknisfræði, skrifar að þessu sinni pistil fjelagsins. Er það vel, því hún lcemur þar fram með athyglis- verðar tillögur til fjölgunar kvenfólks í læknadeild. Það stíngur dáldið í auga að hjer á landi er hlutfallið milli kynj- anna innan lækna- og læknanemastjettar mun ójafnara en annars staðar á norðurlöndum svo maður tali nú ekki um blessuð sofjetríkin og önnur austantjaldslönd, Verður ánægjulegt að fylgjast með hvort herferð sú sem L. H. M. boðar verður farin og hvort hún ber eitthvað úr býtum. LÆICNANEMINN 35

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.