Læknaneminn - 01.12.1974, Side 46

Læknaneminn - 01.12.1974, Side 46
hraðar úr blóðinu hjá reyndum neytanda en öSrum reynsluminni. Þetta hvorttveggja mætti skýra meS því, aS THC umbreytist í metabolit, sem sé hiS virka efni, og reyndir neytendur hafi fjölgaS hjá sér míkrósómal enzymum, svo þessi umbreyting gangi hraS- ar fyrir sig. Mögulegar skýringar á hinu „öfuga þoli“ eru mettun fituvefs í líkamanum, betri tækni viS innúSun efnisins, eSa aS neyt- endur þjálfist í aS gefa ímyndun- araflinu lausan tauminn viS minnstu verkun efnisins. Líhamlefi áhrif MeSal líkamlegra áhrifa kanna- bis má nefna útvíkkun á aa. cili- ares, sem er líklega fyrirboSi al- mennrar æSaútvíkkunar og veld- ur roSa í augum, sem veitir auS- veldustu aSferSina til aS sjá hvort einhver sé „stoned“, hypotensio viS stóra skammta, takkikardí, ó- styrkleika sérstaklega í fíngerS- um hreyfingum, minnkaSan vöSvastyrk og munnþurrk. Nokk- uS algeng eru einnig ógleSi og uppköst. Sumir segja, aS blóSsyk- ur geti falliS skyndilega og vald- iS einkennum ,sem geti minnt á insulinsjokk og en aSrir segja kannabis hafa engin athyglisverS áhrif á blóSsykur. Aukinni mat- arlyst er oft lýst og oft þyngist fólk fyrst um sinn viS stöSugar reykingar. Þetta er óskýrt, en svo virSist sem bragS fæSu sé metiS hærra, en einnig er rætt um, aS kannabis valdi hungurtilfinningu. Revkurinn af kannabis veldur venjulegum reykingarhósta. f dý- ratilaunum hefur komiS fram aS tjáran úr „reefers“ er krabba- meinsvaldur eins og tjaran úr síg- arettum. Bronchitis, astma bron- chiale, rhinopharyngitis og sinu- sitis eru algeng í hassistum vegna ertingarinnar í öndunarfærum. Dýratilraunir benda lil þess, aS þungaSar konur eigi aS fara var- lega í kannabisneyslu. Viss grun- ur ríkir um fósturskemmdir, en engar sannanir eru fyrir hendi. Mögulegt er aS börn skaSist ef móSir þeirra neytir kannabis meSan þau eru á brjósti, því eins og áSur er sagt, er THC fitu- leysanlegt og er því sennilega í brjóstamjólk. Líkleg orsakatengsl hafa fund- ist milli langvinnrar kannabis- neyslu og heilarýrnunar í ungum karlamönnum (Lampbell et al). Röntgenmyndir og einkennin pössuSu saman: Hægara og dauf- ara tilfinningalíf, stórminnkaS framtak, einbeiting og minni; skortur á áhugaefni, í stuttu máli rýrnun og upplausn. Þetta er ó- læknandi og annars mjög sjald- gæft hjá ungu fólki. Lýst er dauSa af völdum kannabis í Indlandi og almennt er álitiS, aS dauSa- skammtur sé 10 g/kg h'kams- þyngdar af hassi. Geðrœn áhrif Kannabis er oft flokkaS meS ofskynjunarefnum, en í rauninni á þaS heima sér í flokki, því þaS hefur eiginleika róandi lyfja og vímugjafa og vissa eiginleika of- skynjunarefna. Ein til tvær „ree- fers“ veita hin eftirsóttu geSrænu áhrif. Oft koma áhrifin eftir 10- 30 mínútur og vara í 2-4 klukku- stundir. ViS inntöku getur liSiS hálf til ein klukkustund þar til á- hrifin koma og þau vara í 9-12 klukkustundir. Þegar maSur er undir áhrifum kannabis er sagt, aS hann sé „high“ eSa „stoned“. Áhrifin koma í bylgjum svo aS öSru hvoru geta þau horfiS alger- lega: Neytandinn kemur „down“. GeSrænu áhrifin eru margbreyti- leg, þar sem þau eru mörgu háS, þar á meSal stærS skammts og i- komumáta; persónuleika, sálar- jafnvægi og fjölskyldu- og þjóS- félagsaSstæSum neytandans; þeim vonum sem hann og umhverfi hans binda viS neysluna og þaS hvort neyslan fer fram í hópi eSa einrúmi. ÞaS er því mjög eSlilegt, aS margar mótsetningar korm fram um áhrifin. Flestir þurfa aS neyta kannabis 2-4 sinnum til þess aS finna áhrifin og athyglis- vert er, aS oft er reyndur neyt- andi látinn ,,hjálpa“ byrjandan- um aS skynja þau. Hér verSa á eftir taldar upp helstu geSrænar verkanir kanna- bis nokkurn veginn í þeirri röS sem þær koma fyrir: 1. VellíSunartilfinning, draum- kennd eSa meS kátínu og gaman- semi, sem getur í liópi valdiS sam- eiginlegum hlátri, oft löngum og óstjórnandi, í hóp er líka tilhneig- ing til mikillar málgefni .Sjaldnar kemur agitation og aukiS aktivi- tet meS hypermotiliteti, sem end- ar í rósemd. Algeng er óraunveru- leikatilfinning meS breyttri skynj- un á útlknum og höfSi: stækkun eSa minnkun,léttleika- eSa þyngd- artilfinningu, tilfinningu um aS þeir fljóti eSa þrýstingur sé inn- an í þeim; oft er lýst parestesium. Oft koma hungur og þorsti. 2. Truflun á einbeitingarhæfi- leikanum, athyglin beinist aS ein- földum og oft vel þekktum hlut- um, áframhald setningar, sögu 4R LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.