Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Síða 51

Læknaneminn - 01.12.1974, Síða 51
eða kvikmyndar getur týnst, en í staðinn komið áköf tilfinning fyrir einstökum hlutum eða atrið- um. Erfitt er að taka ákvarðanir sem krefjast skýrrar hugsunar. Einnig passivitet sem lýsir sér m. a. í því, að erfitt er að koma sér í að vinna verk, sem engu að síður skynjast áem mikilvæg. Sjálfs- gagnrýni og dómgreind á að vera minnkuð. Oft er lýst mikilli góð- vild til allra. 3. Röng skynjun tíma og rúms, svo að tími getur getur virst líða mjög hratt eða (líklega miklu al- gengara) mjög hægt og fjarlægð- ir verið rangmetnar. Við stærri skammta en 100 mc/ kg THC þegar reykt er eða 240 mc/kg per os kemur auk þess hreytt skynjun á umhverfinu. 4. Næmari heyrn, einnig aukið næmi fyrir tónlist (þ. á m. aukin skynjun á tímasetningu og rytma, sem getur komið fyrr). Litir verða skarpari og bjartari. Oft kemur fram hrifning á hlutum, sem áður þóttu lítils virði. 5. Einhverskonar óráð, þar sem áberandi er depersonalisation, það er, sjálfið verður undarlegt og ó- raunverulegt. Talað er um að sami einstaklingur skynji sim sem tvo persónuleika í einu, þar sem ann- ar fylgist með hinum í vímunni, svo og að hann skynji sig utan við líkamann og horfi á hann. 6. Illusjónir. Þær geta verið ó- endanlega margbreytilegar. Hin- um raunverulega heimi er breytt í vitundinni. M. a. er micropsia vel þekkt, sjaldgæfari er macropsia og ekki sjaldan kemur fyrir phan- tasmagonia, þar sem hlutir þjóta til manns og frá, líkt og „zoomað“ sé hratt. Raunverulegar hallucina- tionir koma líklega ekki fyrir, nema e. t. v. eftir mjög stóra skammta. 7. Somnolens, oft um 6 klst. eft- ir reykingar. Svefninn er sagður vera eins ekta og hægt er að fá af lyfjum. Ohagstœð áhrif (adverse ef- fects) geta verið alvarlegs eðlis. Þau eru mjög háð skammli (til- tölulega sjaldgæf við marijúana, algengust við hass) og eru mjög einstaklingsbundin. Þau hafa ver- ið flokkuð þannig (Weil): 1. Fólk án geðtruflana, sem ekki hefur notað ofskynjunarefni: Vægar aukaverkanir: höfuðverk- ur, ógleði, uppköst og vægar para- noid tilhneigingar, sem ganga yf- ir. a) Venjulegar depressivar reak- tionir: koma sérstaklega hjá obses- sivu fólki, sem er ambivalent gagn- vart kannabis og var e. t. v. depri- merað fyrir. Lagast gjarnan spontant. b) Paniskar reaktionir; algeng- ast, oft svo að viðkomandi haldi að hann deyi eða verði geðveikur. Kemur oftast hjá byrjendum. Ekki er um að ræða raunverulega psykosu þar eð raunveruleika- skyn er fyrir hendi. Ofangreint er auðvelt að lækna. c) Toxisk psykosa; eftir meiri háttar neyslu, oft per os. Ruglun á stað og stund, óróleiki og oft sjón- og heyrnarhallucinationir. Getur virst hættlegt, en gengur fljótlega yfir. 2. Fólk án geðtruflana, sem hefur notað ofskynjunarefni (svo sem LSD): a-c) að ofan, auk þess: d) Flashback (endurkoma fyrri hallucinationa), venjulega góð- kynja, getur e. t. v. komið hara af kannabis, en slíkt er þá sjaldgæft. e) Latent psykotiskar reaktionir vegna ofskynjunarefnanna; geta komið mörgum mánuðum eftir neyslu ofskynjunarefnisins og ver- ið illvígt. 3. Fólk sem hefur áður fengið psykosur eða er grensupsykotiskt: a) Öþœgileg líðan, svo sem kvíði eða panik. LÆKNANEMINN 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.