Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.12.1974, Blaðsíða 52
b) Raunveruleg psykosa. Weil segir, að þetta fólk haldi sig frá kannabis eftir að hafa reynt það. Onnur flokkun hefur komið fram samkvæmt reynslunni í lönd- um þar sem kannabis hefur verið notað í aldir. Þar ber meira á æðisköstum. Hún getur e. t. v. verið afleiðing lélegs heilbrigðis- eftirlits í þessum löndum, þar sem aðeins sé tekið eftir mest áberandi aukaverkunum. Þar sem kannabis getur valdið breyttri skynjun á umhverfinu hefur verið talið, að neysla þess gæti valdið hættum í umferðinni. Við tilraunir komu hins vegar fram niðurstöður sem bentu til þess, að hún hefði lítil áhrif á akstursöryggið. Sumir neytendur stóðu sig jafnvel betur í einföld- um prófum undir áhrifum kanna- bis, en þeir sem ekki voru í vímu. En þegar prófin urðu flóknari og stóðu lengur versnaði frammi- staða kannabisneytenda hlutfalls- lega, en það var breytilegt eftir einstaklingum. Kannabis hefur haft orð á sér sem aphrodisiac, þar sem aukin ánægja getur fengist af kynlífi undir áhrifum þess. Líklega losar kannabis um hömlur og örvar þannig framtakssemi og veldur því að nautnin skynjast meiri. Það er athyglisvert, að við til- raun í rannsóknarstofu þar sem „potheads“ fengu annað hvort hreint saltvatn eða alkóhól í æð og annað hvort „reefer“ með hreinu marjúana eða „reefer“ þar sem THC var ekstraherað úr að reykja, gekk þeim mjög illa (og var oft á tíðum lífsins ómögu- legt) að greina milli áhrifa THC og etanóls (Snyder). Óneitanlega bendir ýmislegt til þess að mörg „áhrif“ kannabis stafi af sefjun frá umhverfinu. Ef svo er, skýrir það hina miklu þörf fyrir kúltúr kringum neysl- una hjá flestum þeirra sem neyta efnisins að staðaldri. Elutjsanletiur verleunarmáti kannahis Reynt hefur verið að skýra geðræna verkun kannabis, þann- ig að fjarlægt sé takmarkandi „hlið“ eða „loka“ á flæði upplýs- inga frá skynfærum og á þann hátt hleypt inn „flóði áhrifa“ (Paton). Talið er, að tímaskynið byggist á tíðni skynjunaráhrifa og aukið flæði þeirra muni þess vegna stuðla að þeirri tilfinningu, að tíminn sé lengur að líða. Minni felur í sér a. m.k. 3 ferla, fyrst fer upplýsing í „skynjunar- skráningu“ og þaðan í „skamm- tímageymslu“, síðan í upprifjun, meðvitaða eða ómeðvitaða, sem Ieiðir til styrkingar og flutnings í ,langtímageymslu“ og loks kem- ur endurupprifjun. Það virðist sem endurupprifjun sé ekki skert af kannabis og innkoma virðist eðlileg, en vitað er að umbreyt- ing skammtímaminnis í langtíma- minni er trufluð af auknu flæði upplýsinga frá skynfærum og á sama hátt er líklegt, að kannabis trufli styrkingu nýlegra upplýs- inga. Þar sem minnið er skert, verður einbeitingin áhrifaminni. Þetta allt hefur í för með sér, að athyglinni er beint meira að nú- tíðinni á kostnað fortíðar og framtiðar. Sú kenning hefur kom- ið fram, að þetta sé aðalverkun kannabis og öll önnur áhrif stafi af því, að reynslan sé einangruð í nútíðinni. Þessi áhrif á minnið skýra e. t. v. það, hvers vegna kannabisneytandi undir áhrifum man stundum ekki upphaf setn- ingarinnar sem hann er að segja, eða man ekki hvernig hann ætlaði að ljúka henni. Honum tekst yf- irleitt að bæta fyrir þetta með því að slá öllu upp í kæruleysi og fá þannig aukna sjálfsstjórn. ICannahis setn ligf Kannabis hefur verið notað til lækninga í Austurlöndum í árþús- undir og það var einnig notað hér á Vesturlöndum um og eftir síð- ustu aldamót, fyrst og fremst sem verkjalyf. Síðan dró úr notkun- inni þegar syntetisk verkjalyf komu á markaðinn. Upp á síð- kastið hefur áhuginn á efninu sem lyfi vaknaði aftur og ítarleg- ar rannsóknir verið gerðar sem enn standa yfir um notkun kanna- bis gegn jafn ólíkum sjúkdómum og einkennum, svo sem angina- pectoris, asthma bronchiale og alkóhólisma. Nýlega hefur verið nokkur áhugi í Austur-Evrópu á kannabis sem sýklalyfi (Laurie). Það er sagt vera virkt gegn gram- pósitivum bakteríum í styrkleik- anum 1/100000. Þar sem það er óvirkt í blóði virðast not þess takmörkuð við háls, nef og eyru. Kannahis «« þjnðífélffitjið Menn hljóta að velta því fyrir sér hvað valdi því að stór hópur ungs fólks hefur á síðustu árum séð ástæðu til að neyta hins ólög- lega vímugjafa, kannabis. Hér 42 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.