Læknaneminn - 01.12.1974, Side 70

Læknaneminn - 01.12.1974, Side 70
um fylgir útferð og sviði. Einnig er algengt, aS konur fari þá aS finna til sársauka viS samfarir (dyspareunia). Kraurosis vulvae getur gert samfar- ir ómögulegar og stundum koma fram livítflögu- breytingar (leucoplagi) á vulva, sem fylgir kláSi. Einhenni frá ósjálfráðu taugaherfinu Einkenni frá ósjálfráSa taugakerfinu eru mjög al- geng á þessum árum og eru þau mest áberandi á stuttu tímabili í kringum tíSahvörfin. Er þá um aS ræSa vasomotorisk einkenni, þ. e. a. s. einkenni frá því vöSvakerfi, sem dregur saman og víkkar út æS- ar. Einkennin lýsa sér í því, aS blóSiS eins og þýt- ur upp í höfuSiS og veldur því, aS sjúklingarnir roSna snögglega. Af svipuSum orsökum svitna þessir sjúklingar oft snögglega og er þá fyrst og fremst um aS ræSa nætursvita. Þessir sjúklingar geta fengiS kuldatilfinningu og stundum fá þeir subjectiv 58 hjartaeinkenni, svo sem hraSan hjartslátt, sem oft fylgir hitakófunum. TíSni þessara einkenna hefur ekki veriS nægilega könnuS. Á árunum 1930--1940 voru ýmsar rannsóknir gerSar, en niSurstöSurnar voru mjög breytilegar. Sumir héldu því fram, aS aSeins 2% kvenna fyndu fyrir þessum einkennum, en aSrir töldu aS 80% þeirra fyndu fyrir þeim. Neugarten og Kraines (’65) rannsökuSu konur á ýmsum aldri, frá gelgjuskeiSi og fram aS sextugu. Þeir komust aS raun um, aS hitakóf og sviti væru mun algengari á árunum eftir tíSahvörf, en á öSrum aldursskeiSum. Aftur á móti væru önnur einkenni, sem áSur voru oft sett í sam- band viS tíSahvörf, svo sem þreyta, höfuSverkur, gleymni og svefnlruflanir, jafn algeng á öSrum ald- ursskeiSum. Davis (1964-1965) rannsakaSi einn- ig þessi atriSi og heldur því fram, aS einungis vaso- motorisku einkennin eigi rætur sínar aS rekja til tíSahvarfanna. Um orsakir þessara einkenna er ekki vitaS meS vissu. Ekki er unnt aS skýra þau meS skorti á östro- genum því einkennin eru óþekkt hjá sjúklingum meS litla östrogen-framleiSslu af öSrum orsökum (t. d. vanvirkni í heiladingli og hypothalamus). Ekki er heldur unnt aS skýra þau til fulls meS aukinni gon- adotropinmyndun, því margar konur, sem hafa hátt gonadotropinmagn í blóSi, fá engin hitakóf. Senm- lega er orsakanna aS leita í starfsemi hypothalamus. Oþægindin eru mjög mismikil, þannig aS köstin eru bæSi mistíS og misslæm. Konur, sem úr hafa veriS fjarlægSir eggjastokkarnir stuttu eftir tíSahvörf, fá hvaS mest óþægindi. Geðrwnar truflanir Taugaveiklun, óróleiki, þunglyndi og örar geS- sveiflur eru algeng fyrirbæri á breytingaskeiSinu. Vafasamt er hvort orsakanna er aS leita í hormóna- breytingum eSa hvort um er aS ræSa byrjandi elli- breytingar. Sennilega eru orsakirnar margþættar og fléttast þar saman bæSi innri og ytri þættir. Flestir eru sammála um, aS skapgerS sjúklinganna skipti meginmáli. Þannig fá örgeSja, kvíSagjarnar og út- haldslitlar konur meiri óþægindi á breytingatíma- bilinu en aSrar. Sumar konur fyllast skelfingu viS tilhugsunina um, aS blæSingarnar séu endanlega aS LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.