Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 7
Barkaástunga - Aðferð til greiningar á neðri loftvegasýkingum Karl G. Kristinsson cand. med. Sýkingar í lungum geta stafað af ýmsum sýklum. Erfitt er að komast að raun um hver sýkilinn er, sé eingöngu stuðst við sögu, skoðun og röntgenmynd. Þegar um er að ræða lungnabólgu hjá fullorðnum, sem hefur smitast utan sjúkrahúss, er oftast um að ræða pneumokokka lungnabólgu.3,16,17 A þeirri forsendu eru sjúklingar því stundum meðhöndlaðir blint með pencillíni eingöngu. Áætlað er að upp undir 90% bráðrar sýklalungnabólgu stafi af pneumckckkum (Streptococcus pneumoniae).16 Fái sjúklingur hins vegar lungnabólgu á sjúkrahúsi, aukast líkurnar á því að um aðra sýkla en pneumo- kokka sé að ræða. Þá geta læknar miklu síður leyft sér að meðhöndla blint. Sama máli gegnir um lungnabólgu, sem ekki læknast af peniciliíni, og lungnabólgu hjá veikluðum einstaklingum. Þá er nauðsyn á að komast nær um það hver orsakavaldur- inn sé. Hvaða aðferðir eru til þess: 1. Algengasta og einfaldasta aðferðin er rannsókn á uppgangi (sputum). Margar ástæður eru fyrir því að erfitt er að meta niðurstöðu hennar. I fyrsta lagi er sýnið oftast mikið mengað af háls- og munn- flóru. Hún getur verið samsett af meinlausum (non- pathogen) sýklum, en einnig af meinvænum (pat- hogen) sýklum, sem þó þurfa ekki að vera sjúk- dómsvaldurinn. Algengt er að í hálsflóru séu Hemo- philus influensae, Streptococcus pneumoniae og klasasýklar (staphylococcus), án þess að um sýk- ingu sé að ræða.5 Munn-/hálsflóran getur svo yfir- vaxið hinn raunverulega sýkingarvald og þannig „varpað skugga“ á hann. Ræktanir á uppgangi geta því verið villandi og hafa sumir lagt til að þær verði lagðar niður, en aðrir mæla gegn því.18 I öðru lagi getur sýkingavaldurinn verið mjög misdreifður í uppgangssýninu, og þyrfti því að blanda betur í (homogenisera) sýninu áður en það er skoðað, ef vel ætti að vera. I þriðja lagi samanstendur upp- gangssýni oft að miklu leyti af munnvatni og hefur því enga greiningarlega þýðingu. 1 fjórða lagi er ekki hægt að greina sýkingar loftfælinna sýkla (anaerob) með uppgangssýni, vegna þess að í munn- inum eru að staðaldri loftfælnir sýklar sem gætu villt fyrir.1 Rétt er að geta þess að þrátt fyrir fram- angreind fjögur atriði er smásjárskoðun á uppgangs- sýni mikilvæg aðferð til sjúkdómsgreiningar. 2. Hægt er að ná sýni með bronkóskópi, en þau sýni geta einnig verið menguð af munn- og háls- flóru. Auk þess hafa staðdeyfilyfin, sem notuð eru, nokkra sýkladrepandi (bacterocid) verkun.4 3. Nálarstunga beint í lungað í gegnum brjóst- vegginn hefur lengi verið þekkt aðferð. Þá er reynt að stinga nálinni þannig að endinn nái til íferðar- innar í lunganu, og sprautað dálitlu saltvatni, en síðan sogað til baka. Aðferð þessi er liklega ná- kvæmust og gefur sjaldnast falskar jákvæðar rækt- anir.3 4. Árið 1959 kom Pecora10'12 fram með nýja að- ferð lil greiningar á neðri öndunarvegasýkingum, barkaástungu. Var hún ætluð til þess að ná sýnum frá neðri öndunarvegum, ómenguðum af munn- eða hálsflóru. Síðar hafa verið gerðar margar kannanir, sem sýna að um er að ræða hættulitla, en áreiðan- lega rannsóknaraðferð1"3'7"8,10'14,17 Aðferð þessi hefur verið notuð á sjúkrahúsunum hérlendis með góðum árangri, eftir því sem ég best veit. Barkaástunga Upprunalega var þessari aðferð lýst af Pecora ár- ið 1959 eins og áður greinir. Hann mælti með því að ástungan væri gerð í miðjuna á milli hrjósk- hringanna neðan við cricoid brjóskið. Kalinske og samstarfsmenn hans8 komu fram með breytingu á þessari aðferð árið 1967. Breytingin fólst í því að ástungan var gerð í gegnum miðja cricothyroid- læknaneminn 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.