Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 9

Læknaneminn - 01.03.1980, Qupperneq 9
um blóðkornum, en fáa eða enga sýkla, gæti bent til veiru lungnabólgu. Sýni með mjög blandaðri flóru eru yfirieitt ófullnægjandi og kemur þá sterklega til greina að gera barkaástungu. Þetta eru aðeins gróf- ar vinnureglur, en eftirfarandi ábendingar fyrir barkaástungu má hafa til viðmiðunar.3,7 1) Þegar ekki næst í uppgang á venjulegan hátt, einkum ef sjúklingurinn er alvarlega veikur. 2) Þegar nauðsynlegt er að staðfesta klínískan grun um lungnabólgu eða lungnaígerð (absoess) af völdum loftfælinna sýkla. 3) Þegar vafi leikur á því hvort ákveðinn sýkill i uppgangssýni sé sjúkdómsvaldurinn, einkum hjá sjúklingum með veiklaðar varnir. 4) Þegar möguleiki er á endursýkingu (superin- fectio )á meðan sjúklingurinn er á sýklalyfja- meðferð við annarri sýkingu. 5) Þegar sjúkdómurinn svarar illa meðferð og vafi leikur á um áreiðanleika uppgangssýnisins. Frabendingar Eftirfarandi frábendingar ber að bafa í huga áður en barkaástunga er framkvæmd:2’7’13 1) Osamvinnuþýður sjúklingur. 2) Mikill óstöðvandi hósti. 3) Brengluð storkupróf eða blóðflögufæð. 1 fjórða lagi mætti e. t. v. bæta við þeim sjúkling- um sem hafa stuttan háls með óaðgengilegum barka, og þeim, sem ekki er hægt eða ekki þorandi að rétta rækilega úr bálsinum á. Fylyikvillar Pecora áleit barkaástungu vera hættulausa að- gerð. I grein sem hann birti 196312 segir hann að um 400 barkaástungur hafi verið gerðar á sjúkra- húsi hans án alvarlegra fylgikvilla. Helstu fylgi- kvillarnir voru loft undir húð (subcutaneous emphy- sema), blóðgúll (hematoma) og hjá 2 sjúklingum berklasýking í nálarfarinu. Aðrir hafa svipaða reynslu. Svo virðist sem loft undir húð sé lang al- gengast (Ries et al 4%, Kalinske et al 5%) ef undan er skilið að hráki verður blóðlitaður fyrst á eftir hjá flestum.2,14 Schreiner og samstarfsmenn birtu yfir- lit yfir barkaástungur hjá 103 sjúklingum14 og Hahn og samstarfsmenn hjá 61 sjúklingi,7 en eng- inn af þessum sjúklingum hlutu alvarlega fylgi- kvilla. Sumir sjúklinganna, sem fengu loft undir húð, höfðu einnig loft á milli lungnanna (mediastinal emphysema; Ries et al 1%, Kalinske et al 2%). Minnka má líkurnar á að fá loft undir húð og milli lungna með því að láta sjúklinginn liggja í rúminu í 8—12 klst. eftir aðgerðina. Meiri líkur eru á því hjá sjúklingum sem hafa mjög slæman hósta. Eftirfarandi fylgikvillum hefur verið lýst: 1) Loft undir húð, milli lungna og loftbrjóst (pneumothorax) ,3 2) Blóðhráki. 3) Blóðgúll. 4) Blóðhósti og jafnvel köfnun. 5) Uppköst með mengun til lungna (aspiration). 6) Lækkun á súrefnismettun blóðsins og stundum h j artsláttartruflanir. 7) Sýking í nálarfari. Birtar hafa verið a. m. k. tvær greinar15’19 þar sem fylgikvillar barkaástungu leiddu beint eða ó- beint til dauða 5 sjúklinga. Þá ber að hafa í huga að í þeim tilfellum var um að ræða mikið veika sjúklinga og dánarorsökin gjarnan hjartsláttartrufl- anir. Þetta er ekki há líðni, ef tekið er tillit til þess hve útbreidd og algeng barkaástunga er orðin. Unger og samstarfsmenn telja að ekki megi gera barkaástungu nema að storkupróf séu eðlileg svo og blóðflögur. Einnig ætti að athuga blóðgös og gefa súrefni ef þörf krefði. Lokaorð Leitast hefur verið við að draga saman þau atriði um barkaástungu sem máli skipta. Grein þessi ætti því vonandi að auðvelda mönnum ákvörðunina um það hvort barkaástungu skuli beitt eða ekki. Rétt er að geta þess, að þótt þessi aðferð hafi sannað ágæti sitt, þá er langt frá því að hún komi í staðinn fyrir rannsókn á uppgangssýnum. læknaneminn 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.