Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 28

Læknaneminn - 01.03.1980, Síða 28
Lægsti punktur FHR falls (DECELERATION) (dipp) Toppur legsamdráttar á meðgöngu þolir fóstrið álagið vel, en eftir því sem á meðgöngutímann líður og varabirgðir minnka, skilar álagið sér sem breytingar á hjartslætti fósturs vegna hlutfallslegs súrefnisskorts. I fyrstu sem tac- hycardia, en síðan koma hjartsláttarföll (deceler- ationir), standi álagið lengi. Langvinn fylgjuþurrð er mjög alvarlegt vandamál. Það orsakast að hluta af meðgöngusjúkdómum, sem valda vefrænum breytingum á fylgjunni. Það skerðir varabirgðir fóstursins svo það á ekkert til að grípa til, verði það fyrir auknu álagi. Slík fóstur hafa því litla getu til að takast á við aukið álag, þar sem þeim veitir ekkert af allri jreirri næringu og blóðflæði, sem þau þegar geta fengið til að halda sér á lífi og undir flestum kringumstæðum lifa þau við skort, sem aftur skilar sér með hægfara vexti, minna barni og jafnvel hættu á fósturdauða. Slíkum börnum er enginn greiði gerður með því að láta þau ganga út fulla meðgöngu og því mikil- vægt ef hægt væri að þekkja þau úr og flýta fæðingu þeirra. Álai/spróf, — luefnispróf á fi/lf//u Þau byggjast öll á því að sé álag sett á móður- fóstur eininguna (þ.e. á blóðstreymi um leg og fylgju), megi merkja þær breytingar, sem álagið veldur í breyttum hjartslætti barnsins. Þessi eru helst: 1. Láta móður anda að sér súrefnissnauðu loíti, fóstrið fær þá ónógt súrefni og fram kemur tac- hycardia hjá því, og fall sé fylgja léleg. 2. Láta móður reyna á sig. Areynsla eykur blóðflæði til útlima og beinir því frá leginu. Við það minnk- ar þrýstingur á gegnumflæði um fylgju. 3. Auka samdrætti legsins (activitet). Það gefur minna blóðflæði um fylgju vegna samdrátta á æðarnar í leginu. Þetta nálgast það að líkja eftir fæðingu, sem á vissan hátt er álagspróf á fóstrið. Af þessum prófum hefur reynst best að framkalla samdrætti í leginu. Notað er Oxytocin til að fram- kalla þá og kallast slíkt próf OCT próf (Oxytocin challenge test), eða Oxytocin álagspróf. í stað Oxy- tocins er notað Syntocinon, tilbúið lyf með sömu verkun. Legsamdrættir eru framkallaðir hjá kon- unni með Syntocinondreypi í æð og er hún tengd monitor (CTG) á meðan. Fylgst er með breytingum á hjartslætti fóstursins samfara auknurn samdrætti í legi. Oxytocinið er aukið þangað til að minnsta kosti þrír góðir verkir koma á 10 mín., sem er svip- að og myndi verða ef konan væri komin í góða sótt. Ut frá ritinu (CTG), sem fæst, er síðan metið hvort óhætt sé að leyfa konunni að ganga áfram með (neikvælt próf), eða hvort þörf sé að leggja hana inn í hvíld (jákvætt próf) og endurtaka prófið. Oft er nauðsynlegt að flýta fæðingu, jafnvel með keisara- skurði, sé ritið ljótt. Fóstur sem ekki þolir slíkt OCT ])róf án þess að fá alvarleg síðbúin hjartsláttarföll, þolir að sjálfsögðu ekki að ganga í gegnum eðlilega fæðingu (mynd XI). Álagsprófið eitt er þó ekki látið gilda við slíka ákvörðun, heldur er vakaframleiðsla fylgjunnar (hormónaframleiðsla) einnig mæld m.t.t. Östriol- framleiðslu. Einnig er stuðst við sonar. Onnur aðferð hefur einnig komið fram sem viðbót við monitorinn og eykur mjög gildi hans, en það er blóðgasamæling frá fóstri. Þá er tekið blóð frá fyrir- liggjandi fósturhluta þegar hjartsláttarföll verða í riti, ásamt blóðsýni frá móður og gerðar mælingar á pH, PO^ og PCOo úr sýnunum. Þannig má sjá hvernig fóstrið hefur brugðist við því álagi, sem kemur fram í ritinu og hvort sýrubasajafnvægi þess sé innan þeirra marka að óhætt sé að bíða, eða hvort flýta verði fæðingu. Þakkir til Jóns H. Alfreðssonar kvensjúkdóma- læknis fyrir ráð og yfirlestur handrits, og Krist- bjargar Tryggvadóttur og ritara kvennadeildar LSP fyrir vélritun. Framh. á bls. 41. 26 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.