Læknaneminn - 01.03.1980, Side 30
Dvalarheimili. Þetta er mjög brýnt verkefni þar sem
dvalarkostnaður á þeim er ódýrari en á sjúkrabús-
um. Langlegudeildir fyrir aldraða er stærsta verk-
efnið í heilbrigðisþjónustunni sem þarf að ráðast í
núna.
Brynleifur H. Steingrímsson:
Að mínum dómi þá ber að leggja til grundvallar
það, að íjöldanum komi sem best til nota það fjár-
magn sem til heilbrigðisþjónustunnar rennur. Þá
liggur i augum uppi að fyrirbyggj andi lækningar
hljóti algjöran forgang.
Theodór A. Jónsson:
Aukin göngudeildarþjónusta og aðstoð við fólk í
heimahúsum, án þess að stefna fjárhagsafkomu þess
í voða. Betri samtenging félagslegrar og læknisfræði-
legrar þjónustu.
Guðrún Helgadóttir:
Að mínu mati er það sjálfsagt og eðlilegt að veita
ofannefndum atriðum forgang. Þó má ef til vill
segja, að æskilegustu forgangsverkefni væru fyrir-
byggjandi aðgerðir í heilbrigðismálum þjóðarinnar,
en þar er um svo fjölþætta breytingu á lífsmáta
landsmanna að ræða, svo sem vinnustaðaeftirlit,
skipulagða heilsurækt, að ekki sé nú minnst á hina
andlegu velferð, að mitt vit nær ekki til þess að segja
um á hverju ætti að byrja.
3. Hvcrjir rtiSu ferðinni við niður-
röðun foryantfsverhcfna?
Matthías Bjarnason:
Ríkisstjórnin ætti að gera tillögur til Alþingis um
framkvæmdir eftir að hafa hlustað á alla hagsmuna-
hópa og raðað verkefnum niður. Síðan ætti Alþingi
að samþykkja. En i raun eru það ákveðnir þrýsti-
hópar sem ráða mestu. Þingmenn eru alltof hræddir
við þá. Vegna hræðslu stjórnmálamanna við kjós-
endur er forgangsröðun gjarnan miðuð við þá sem
hafa hæst, en ekki raðað niður eftir hagkvæmni.
Brynleifur H. Steingrímsson:
Þessari spurningu verður aldrei svarað á einfald-
an hátt, en hitt virðist vera ráðandi á Vesturlöndum
28
að kommersin sé ákaflega sterkur aðili í prioriter-
ingu í heilbrigðisþjónustunni. Sölumenn dýrra tækja
og verksmiðjur, sem stöðugt framleiða nýrri og há-
jtróaðri tæki, eiga mjög greiðan aðgang að fag-
lærðu fólki innan heilbrigðisþjónustunnar, sem oft
cg einatt virðist fórna höndum af tilbeiðslu við
tæknina og virðist sá fræknastur sem berst fyrir dýr-
asta og að hans dómi besta tækinu. Þessi leikur berst
síðan út í blöð og fjölmiðla, fær góðan hljómgrunn
hjá klúbbum og líknarfélögum og salan fær sína
skírn með því að eitthvert félagið gefur tækið og
brosir framan í alþjóð við hátíðlega athöfn. f ljósi
þessa er það skiljanlegt, að stjórnmálamenn falla
gjarnan í þá freistni, að ráðstafa sameignarsjóðum
þjóðfélagsins til þess, sem glámskyggnt fagfólk og
auðtrúa líknarfélög telja sjálfsagt og gott. Aður en
varir hefur embættismannakerfið líka fallið í þessa
freistni, enda ung vísindi á Islandi að tafa um for-
gangsröðun og hagræna fjárfestingu í heilbrigðis-
málum. Sláandi dæmi um þetta er sá reipdráttur sem
á sér stað milli sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins
um tæki og tækjabúnað, þar sem ráðamenn og ráðu-
neyti eru með að leika.
Theodór A. Jónsson:
Fjárveitingavaldið. Maður hefur á tilfinningunni
að þær tillögur sem viðkomandi ráðuneyti gera, taki
miklum breytingum í meðförum fj árveitingavalds-
ins .
Guðrún Helgadóttir:
Að sjálfsögðu Alþingi og heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið. Þó geta auðvitað fagmenn utan Al-
þingis haft veruleg áhrif á þróun þessara mála sem
annarra, skulum við vona. Að mínu mati vantar í
þessum málaflokki sem öðrum, að háskóladeildir og
prófessorar þeirra hafi tíma og aðstöðu til að hafa
áhrif á heilbrigðismál almennt.
4. Eru cinhverjir þjjóðfélayshópar
vanrœhtir?
Matthías Bjarnason:
a) Andlega og líkamlega fatlaðir. Við höfum ver-
ið sein að taka við okkur, t. d. hefur ekkert tillit ver-
ið tekið til fatlaðra við húsbyggingar. Bæklunar-
LÆKNANEMINN