Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1980, Side 32

Læknaneminn - 01.03.1980, Side 32
Sjúkratilfelli Ásbjörn Sigfússon læknir Hér verður greint frá veikindum 56 ára gamallar húsmcður, sem lagðist í skyndi inn á lyfjadeild Landsspítalans í júní 1977 vegna hjartsláttar og andþyngsla. Heilsufarssciga Hraust lengst af ævi sinnar nema hvað hún fékk lungnaberkla á 19. aldursári og upp úr því berkla í hrygg og lá þá í liðlega ár í gifsbol á Landakots- spítala. Siðan árvisst í eftirliti á berklavarnardeild Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Ekki saga um önn- ur veikindi né sjúkrahúslegur. Engin saga um ein- kenni frá miðtaugakerfi, öndunarfærum, blóðveitu, kvið né þvagfærum. Ekki tekið nein lyf að staðaldri. Idófsöm á áfengi en reykt sígarettur í 35 ár, lengst af liðlega pakka á dag. S júkrasaga Tæpum 2 vikum fyrir innlögn fór konan að kenna höfuðónota, finna kipring í andlitsvöðvum og dofa kringum munn, auk þess sem á hana sótti kvíði og svefntruflanir. Stundum einnig þungur hjartsláttur og andþyngsli. Aðfaranótt innlagnardags svaf hún illa vegna hjartsláttar, andþyngsla, „náði ekki djúpa andanum“ og var auk þess með titring í hönd- um. Var vegna þessa lögð inn í skyndi næsta dag grunuð um angina. Skoðun Skoðun við komu leiddi í ljós heldur hressilega 56 ára gamla konu í meðalholdum. Hún var hvorki móð né cyanotisk og hitalaus. Það var ekki að finna neinar eitlastækkanir og enginn bjúgur. Lungna- skoðun sýndi eðlilega loftdreifingu í bæði lungu en það heyrðust óveruleg slímhljóð og þrengslahljóð (ronchi) yfir neðanverðum bakflötum lungna. Blóð- þrýstingur var 185/95, púls reglulegur um 90 á Mynd 1. mínútu og hjartahlustun eðlileg. Skoðun á kvið og taugakerfi eðlileg. Rannsóknir Rannsóknir komudaginn sýndu haemoglobin 14,3 gr%, haematokrit 41,6 vol.%, rauð blóðkorn 4.700.000, hvít blóðkorn 8.500 og deilitalning sýndi 1% eo., 7% stafi, 70% segment, 21% lymphocyta og 1% monocyta. Þvagskoðun sýndi hvorki sykur né eggjahvitu, pH þvags 5,5 og eðlisþyngd 1.016. Smásjárskoðun á þvagi var eðlileg. Blóðurea var 16 mg%, se. kreatinin 0,85%, se. Natrium 116 mEq/1, se. Kalium 4,3 mEq/1, se. Klorid 83 mEq/1. Se. GOT 20 i.u., se. CPK 8 i.u., se. bilirubin 0,75 mg% og alk. fosfatasi 52 i.u. Hjartalínurit sýndi sinustakt um 90 á mínútu, ORS-öxull -j—90 og ekki merki um nein- ar sjúklegar breytingar í riti. Röntgenmynd af lung- um - sjá mynd 1. Framh. á hls. 32. 30 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.